Golfklúbburinn Hamar

img_3115.jpg
HomeFréttirEnn spilað á haustmótaröðinni

Enn spilað á haustmótaröðinni

Enn spilað í haustmótaröðinni

Þann 20. nóv var leikið í haustmótaröð golfklúbbsins Hamars og er það annað mótið sem haldið er í nóvember sem verður að telja harla óvenjulegt. Haustið hefur verið með eindæmum hagstætt fyrir golfara, ekki síst nóvembermánuður sem hefur verið mjög hlýr og veður stillt. Óhætt er að setja að þátttakan í mótinu hafi verið frábær en um 30 kylfingar mættu til leiks. Að þessu sinni var það Arnór Snær Guðmundsson GHD sem bar sigur úr bítum í barnaflokki. Í öðru sæti varð Friðrik Sigurðsson GHD og í þriðja sæti Ólöf María Einarsdóttir GHD. Keppni hjá fullorðinum var mjög jöfn en fór svo að lokum að Bergur Rúnar Björnsson GÓ varð í fyrsta sæti, Arinbjörn Kúld GA og í þriðja sæti Fylkir Þór Guðmundson GÓ. Stefnt er að því að halda áfram með haustmótaröðina eins lengi og veður leyfir og vonandi getum við haldið mót alveg fram í desember sem yrði einsdæmi hjá klúbbnum.

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine