Golfklúbburinn Hamar

img_3089.jpg
HomeFréttirFramkvæmastjóri GSÍ útskýrir breytingu á skráningu forgjarhringja (Af kylfingur.is)

Framkvæmastjóri GSÍ útskýrir breytingu á skráningu forgjarhringja (Af kylfingur.is)

Það er fátt meira rætt á golfvellinum um þessar mundir en breytingar á skráningu skors kylfinga til forgjafar. Sú breyting hefur orðið að nú verða kylfingar að staðfesta áður en leikur hefst að þeir ætli að leika til forgjafar. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar breytingar sem eru gerðar í takt við lög evrópska golfsambandið. Ýmis vandamál hafa komið upp í kjölfar þessara breytinga. GSÍ vinnur nú að því að gera kerfið eins auðvelt og hægt er. Kylfingur.is fékk Hörð Þorsteinsson, framkvæmdastjóra GSÍ, til að útskýra þessar breytingar frekar.

„Fyrst og fremst hafa kylfingar kvartað yfir þeirri breytingu að þurfa að tilkynna hringi áður en þeir hefja leik. Það er hægt að gera á golf.is með því að merkja við þegar kylfingur er skráður í rástíma að hringurinn sé til forgjafar og hjá þeim klúbbum sem ekki eru með rástímaskráningu er hægt að velja, „skrá æfingahring“ og velja síðan þann völl sem viðkomandi kylfingur er að fara að spila.

Að leik loknum þarf að skrá skorið og tilgreina skrifara sem þarf að staðfesta viðkomandi skor. Golf.is meðhöndlar þessa skráningu þannig að kylfingar fá send netpóst þar sem þeir eru beðnir um að staðfesta skor. Það geta þeir gert með því að smella á „staðfesta“ og eins geta þeir farið inná síðuna golf.is og skoðað skorið og staðfest það þar.

Ágætlega hefur gengið að skipta yfir í þetta fyrirkomulag og hefur kylfingum almennt gengið vel að framkvæma þetta með þessum hætti, þó svo einhver vandamál hafa komið upp. Það tengist þó oft því að viðkomandi kylfingar eru ekki með rétt skráð netföng í kerfinu og því berast skilaboðin ekki á rétta staði. Nú er átak í gangi á golf.is um að kylfingar skrái rétt netfang inní kerfið, til að lágmarka slíkar villur.

Við hvetjum kylfinga til að vera í sambandi við klúbbinn sinn ef einhverjar spurningar vakna um kerfið eða vandamál koma upp við skráningu.“

Nánar er hægt að lesa um þetta nýja kerfi með því að smella hér.

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine