Golfklúbburinn Hamar

img_3476.jpg
HomeFréttirEfnilegir kylfingar

Efnilegir kylfingar

styrktarsamningar

Marsibil Sigurðardóttir formaður GHD með Snædísi, Amöndu og Arnóri.

Við upphaf Meistaramóts GHD í dag  voru undirritaðir samningar milli Golfklúbbsins  og þriggja ungra og efnilegra kylfinga í félaginu.  Arnór Snær Guðmundsson fékk afrekskylfings samning við félagið og þær Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir undirrituðu styrktarsamning. Með þessum samningum styrkir GHD krakkana til æfinga og keppni og á móti skuldbinda þau sig til að leggja sig fram á æfingum og vera fyrirmynd fyrir aðra félaga í GHD innan vallar sem utan.

Golfklúbburinn Hamar hefur lagt mikinn metnað í barna- og unglingastarf undanfarin ár og er það stefna klúbbsins að gera vel við þá einstaklinga sem ná framúrskarandi  árangri. Þessir þrír einstaklingar sem undrrituðu samninga í dag standa mjög framarlega í sínum flokkum á landsvísu. Margir yngri meðlimir GHD hafa einnig sýnt góðan árangur í sumar þannig að framtíðin er björt hjá klúbbnum.

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine