Golfklúbburinn Hamar

img_3013.jpg
HomeFréttirMeistaramót barna og unglinga

Meistaramót barna og unglinga

20160713 103915_resized

Í vikunni fór fram Meistaramót GHD í flokkum barna og unglinga.  Rúmlega tuttugu krakkar tóku þátt í mótinu en þessir krakkar æfa undir leiðsögn Heiðars Davíð Bragasonar. Miklar framfarir hafa orðið hjá þessum krökkum en flest æfa þau líka golf yfir vetrartímann í inniaðstöðu GHD í Víkurröst.

Meistarar í byrjendaflokki urðu Magnea Ósk Bjarnadóttir og Hafsteinn Thor Guðmundsson en svo skemmtilega vill til að stóru systkin þeirra urðu klúbbmeistarar GHD um s.l. helgi.  Í flokki 10 ára og yngri sigraði Veigar Heiðarsson og í flokki 15 ára og yngri Daði Hrannar Jónsson.

 magneaoghafsteinn2 veigarogdadi 
Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine