Golfklúbburinn Hamar

img_3153.jpg
HomeFréttirAmanda Guðrún Íslandsmeistari

Amanda Guðrún Íslandsmeistari

Arnór, Amanda og Snædís

Arnór, Amanda og Snædís með verðlaunagripina

Það var mikið um að vera hjá yngri kylfingum okkar um helgina. Íslandsmótið í höggleik fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG.  Arnór Snær Guðmundsson, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr GHD  tóku þátt og stóðu sig frábærlega. Amanda varð Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára stúlkna og Snædís var þriðja í sama flokki. Arnór varð í þriðja sæti í flokki 17-18 ára drengja.

Fjórir strákar úr GHD kepptu á Áskorendamótaröðinni í Hveragerði sem leikin var á laugardag og sunnudag. Í flokki fjórtán ára og yngri hafnaði Þorsteinn Örn Friðriksson í sjötta sæti, Daði Hrannar Jónsson í sjöunda sæti og Birnir Kristjánsson í níunda sæti. Veigar Heiðarsson keppti í flokki tíu ára og yngri og hafnaði í öðru sæti. Glæsilega gert hjá þessum efnilegu strákum.

Þá tók Donald Jóhannesson þá í Íslandsmóti eldri kylfinga sem fram fór  á Akranesi og stóð sig með prýði eins og ungmennin okkar en hann varð í 5. sæti í höggleik með forgjöf í flokki karla 65 ára og eldri.

Golfklúbburinn Hamar óskar öllum þessum kylfingum til hamingju með árangurinn.

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine