Golfklúbburinn Hamar

img_3153.jpg
HomeFréttirAmanda sigraði á 4. mótinu í Íslandsbankamótaröðinni

Amanda sigraði á 4. mótinu í Íslandsbankamótaröðinni

Amanda strandavelli

Fjórða mót ársins á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram um helgina á Strandavelli á Hellu. Frábær árangur náðist í mörgum flokkum og var að venju leikið í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum.

Annað mótið í röð stóð Amanda Guðrún Bjarnadóttir Golfklúbbnum Hamri uppi sem sigurvegari í flokki 15-16 ára en hún sýndi mikla yfirburði í mótinu á Hellu um helgina þegar hún sigraði með 10 högga mun. Amanda lék hringina tvo samtals á 16 höggum yfir pari. Alma Rún Ragnarsdóttir endaði í öðru sæti en hún lék höggi betur en Ragna Kristín Guðbrandsdóttir úr Nesklúbbnum.

Með þessum sigri náði Amanda efsta sæti stigalistans á Íslandsbankamótaröðinni en enn á eftir að leika á tveimur  mótum í mótaröðinni í sumar.

Til hamingju Amanda.

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine