Amanda og Arnór kylfingar ársins hjá GHD

AmandaogArnorÁ lokahófi eftir Jólamót GHD voru þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Arnór Snær Guðmundsson krýnd golfkona og golfkarl ársins hjá Golfklúbbnum Hamri. Þau náðu bæði frábærum árangri í golfinu á árinu og eru svo sannarlega vel að þessum nafnbótum komin. Þau urðu bæði klúbbmeistarar GHD á árinu. Auk þess varð Amanda Íslandsmeistari í höggleik í sínum flokki, hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í holukeppni og varð stigameistari í sínum flokki á Íslandsbankamótaröðinni. Arnór hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í holukeppni og 3. sæti í Íslandsmótinu í höggleik í sínum flokki á Íslandsbankamótaröðinni. Þá kom hann sterkur inn á Eimskipsmótaröðina en þar endaði hann jafn í örðu sæti á einu móti og jafn í 8. sæti á öðru móti. Þá lék hann í sveit Íslands á Evrópumóti piltalandsliða sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild Evrópukeppninnar. Þess má einnig geta að bæði eru þau frábærar fyrirmyndir annarra kylfinga, dugleg og samviskusöm við æfingar og klúbbnum sínum til sóma hvar sem þau koma. Við óskum þeim innilega til hamingju með að vera valin kylfingar ársins.