Golfklúbburinn Hamar

img_3539.jpg
HomeFréttirGóð mæting á félagsfund um vallarmál

Góð mæting á félagsfund um vallarmál

vallarskodunGóð mæting var á almennan félagsfund sem haldinn var sunnudaginn 15. maí um vallarmál á Arnarholtsvelli. Stjórn klúbbsins og vallarnefnd hafa áhuga á því að hrinda af stað ýmsum úrbótum á vellinum en hann hefur kannski ekki fengið þá athygli sem hann hefur þurft síðustu árin auk þess sem náttúran hefur verið okkur erfið hvað ástand vallarins varðar. Því var ákveðið að boða til almenns félagsfundar og rötla um völlinn til að gefa félögum kost á að koma með hugmyndir og hafa skoðun á því hvað væri mest aðkallandi að gera á vellinum. 17 manns mættu til fundarins og komu fjölmargar góðar hugmyndir fram og sköpuðust líflegar umræður um framtíð vallarins. Það er ljóst eftir að hugmyndir okkar um færslu vallarins voru felldar í íbúakosningu að við þurfum að fara að hugsa til framtíðar á Arnarholtinu og þar eru verkefnin mörg, stór og fjárfrek. Niðurstaða fundarins var sú að fara yrði í nokkur minni verkefni strax nú í sumar en jafnframt að leitað yrði til golfvallahönnuðar og annarra sérfræðinga um að gera úttekt á vellinum og móta tillögur að framkvæmdaáætlun um alsherjar endurbætur á vellinum.

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine