Golfklúbburinn Hamar

img_3013.jpg
HomeFréttirByrjendanámskeið í golfi

Byrjendanámskeið í golfi

Langar þig að prófa golf? Nú er tækifærið. Golfklúbburinn Hamar stendur fyrir 10 tíma byrjendanámskeiði í golfi þar sem farið verður yfir grunnatriði leiksins og þátttakendum hjálpað að stíga fyrstu skrefin út á golfvöllinn. Kennari er Heiðar Davíð Bragason PGA kennari og kennt verður á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal á eftirfarandi dögum:
29. - 30.  og 31. maí kl. 20 - 21
5. - 6. og 7. júní kl. 20 - 21
26. og 27. júní kl. 20 – 21
  3. og 4. júlí kl. 20-21
Þetta er frábært tækifæri fyrir hjón, vinahópa, saumaklúbba og einstaklinga til að gera eitthvað skemmtilegt saman því golf bíður upp á frábæra útivist, holla hreyfingu og frábæran félagskap. Námskeiðsgjaldið er aðeins 10.000 krónur og innifalið í því er 10 tíma kennsla og frítt spil á Arnarholtsvelli í allt sumar. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Heiðari Davíð í síma 698-0327. Allir í golf!
Golfklúbburinn Hamar

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine