Frábær árangur á fyrsta móti Íslandsbankamótaraðarinnar

Um helgina fór fram fyrsta mót Íslandsbankamótaraðarinnar í ár og var leikið á Strandarvelli við Hellu. Veður gerði kylfingum erfitt fyrir alla dagana, sínu mest þó á lokadeginum en þá var sterkur vindur og töluverð rigningu á köflum. 

isl1-Amanda

GHD átti þrjá keppendur á mótinu. Amanda Guðrún sigraði í flokki stúlkna 17 -18 ára og Arnór Snær sigraði í flokki drengja 17 - 18 ára. Bæði sigruðu þau með eins höggs mun eftir harða keppni. Þá tók Veigar Heiðarsson þátt í sínu fyrsta móti á Íslandsbankamótaröðinni og stóð sig mjög vel. Hann lék í flokki 14 ára og yngri þó hann sé aðeins á ellefta ári. Við óskum kylfingunum okkar til hamingju með árangurinn. Byrjun sumarsins lofar svo sannarlega góðu.

 isl1-arnor