Golfklúbburinn Hamar

img_3013.jpg
HomeFréttirFyrsta mótinu í Footjoy-Titleist Norðurlandsmótaröðinni lokið

Fyrsta mótinu í Footjoy-Titleist Norðurlandsmótaröðinni lokið

FTN-nordurlands-Amanda 600x800

Þann 17. júní fór fram fyrsta mótið í Footjoy-Titleist Norðurlandsmótaröðinni og var leikið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. GHD átti 7 keppendur á mótinu og stóðu þau sig öll með stakri prýði. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sigraði nokkuð auðveldlega í flokki 18-21 árs stúlkna en hún var ein í flokknum svo samkeppnin var afar lítil. Amanda var einnig krýndur Nýprent-meistari stúlkna 2018 en þann titil hlýtur sú stúlka sem leikur 18 holur á fæstum höggum en hún lék á 77 höggum. Veigar Heiðarsson sigraði í flokki drengja 12 ára og yngri, Svævar Bjarki Davíðsson varð í öðru sæti og Maron Björgvinsson í sjöunda sæti. Í flokki stúlkna 12 ára og yngri varð Magnea Ósk Bjarnadóttir í 5. sæti. Þá léku þeir Barri Björgvinsson og Hákon Bragi Heiðarsson í byrjendaflokki. Þar kom Hákon inn á fæstum höggum og Barri varð annar.


.FTN-nordurlands-strakar 800x600

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine