Golfklúbburinn Hamar

img_3018.jpg
HomeFréttirAmanda Íslandsmeistari 17 - 18 ára stúlkna í höggleik

Amanda Íslandsmeistari 17 - 18 ára stúlkna í höggleik

20180624 173509Íslandsmótið í höggleik á Íslandsbankamótaröðinni fór fram um helgina á Hólmsvelli í Leiru. Veður setti svip sinn á mótið en rok og rigning gerði kylfingum erfitt fyrir. GHD átti fjóra keppendur á mótinu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir varð Íslandsmeistari í flokki stúlkna 17 - 18 ára. Arnór Snær hóf leik í flokki drengja 19 -21 árs en náði því miður ekki að ljúka mótinu. Þeir Veigar Heiðarsson og Snævar Bjarki Davíðsson léku svo í flokki drengja 14 ára og yngri, en þetta var þeirra fyrsta Íslandsmót sem er alltaf stór áfangi. Veigar hafnaði í 8. sæti og Snævar í 22. sæti. Við óskum Amöndu innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og strákunum til hamingju með góðan árangur á sínu fyrsta móti.

snaevar-isl

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine