Golfklúbburinn Hamar

img_6023.jpg
HomeFréttirHermirinn - bókanir

Hermirinn - bókanir

Næstu dagar verða örugglega þétt setnir í bókunum í herminn þannig að við biðjum ykkur um að huga að því þegar þið bókið ykkur að nýta sem best tímana, reyna að skilja ekki eftir stutta tíma inn á milli. Einnig minnum við á þær reglur sem gilda með sóttvarnir.

Upplýsingar vegna bókana í herminn, þessi texti hér að neðan er vinstra megin á síðunni þegar þið farið inn til að bóka ykkur 

Hermirinn er bókaður í tvo klukkutíma í senn fyrir tvo spilara, tvo og hálfan fyrir þrjá og í þrjá tíma ef fjórir spila saman. VInsamlega skráið nöfn allra þeirra sem ætla að spila svo hægt sé að sjá hvort laust pláss sé ef fleiri vilja bætast í hópinn.

Þeir sem ekki eru með kort geta lagt inn á reikning hjá klúbbnum og eru upplýsingar um reikning og gjaldskrá í inniaðstöðunni. Vinsamlega merkið við innlegggið hermir. 

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine