Golfklúbburinn Hamar

img_3097.jpg
HomeFréttir

Fréttir

Unglingarnir okkar náðu frábærum árangri

Þriðja mótið í Eimskipsmótaröð barna og unglinga fór fram um helgina. Þrír GHD félagar voru á meðan keppenda og náðu þau öll mjög góðum árangri. Birta Dís Jónsdóttir varð í öðru sæti í flokki 15 - 16 ára stúlkna og Ólöf María Einarsdóttir varð í þriðja sæti hjá stúlkum 14 ára og yngri. Þá varð Arnór Snær Guðmundsson í fimmta sæti í flokki drengja 14 ára og yngri. Sannarlega góður árangur hjá þeim og óskum við þeim til hamingju með hann.

Karlakvöld hefjast með stæl

karlakvold

Helstu úrslit úr Intersport Open mótinu

Um síðustu helgi fór Intersport Open mótið fram á Arnarholtsvelli en það er fyrsta mótið í mótaröð barna og unglinga á norðurlandi. Góð þátttaka var í mótinu og má sjá helstu úrslit með því að smella á "Lesa meira" hér að neðan. Read more: Helstu úrslit úr Intersport Open mótinu

Munið eftir forkeppni fyrir holukeppni

Við minnum á að forkeppnin fyrir holukeppni GHD fer fram á morgun miðvikudaginn 13. júní. Við kvetjum sem flesta til að skrá sig og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni.

Vel heppnuðu Golfævintýri lokið

538346 4073468832610_1242891004_nÞá er Golfævintýrinu okkar lokið og óhætt að segja að það hafi lukkast vel. Æfingar stóðu yfir frá 9:30 til 15:30 á föstudag og laugardag undir handleiðslu Heiðars Davíðs Bragasonar yfirþjálfa en eftir það tók við skemmtidagskrá fram eftir kvöldi. Á milli 50 og 60 þátttakendur voru á Golfævintýrinu sem má kallast góð þátttaka. Endapunkturinn var svo Intersport Open golfmótið sem fram fór á sunnudaginn en það er fyrsta mótið í mótaröð barna og unglina á norðurlandi. Hér er hægt að sjá nokkrar myndir frá Golfævintýrinu.

 

 

More Articles...

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine