Golfklúbburinn Hamar

img_3089.jpg
HomeFréttir

Fréttir

Vinnuhelgi á golfvellinum

Vinnudagar á golfvellinum dagana 19. og 20. maí

Vinna hefst laugardaginn 19. maí kl 09:00 til 16:00 Einni unnið sunnudaginn 20. maí kl 10:00 til 16:00

Hefðbundin vorverk, raka greinar, hreinsa glompur, setja upp bekki, þrífa skálann og gera klárt fyrir sumarið.

Einnig verður farið í að laga teiga, fylla í skurð á 5. braut og laga sandglompu á æfingasvæði.

Muna að taka með sér áhöld s.s. skóflur, hrífur, hamar og síðast en ekki síst góða skapið.

Æfingar vikuna 14-20. maí

Vegna ástandsins sem komið hefur upp þá færum við okkur aftur yfir í vetrartöfluna hvað æfingar varða þessa viku. Vegna þess að uppstigningardagur er á fimmtudaginn þá fellur niður æfingin hjá H3(litlu snillingarnir) en það verður æfing fyrir þau á Miðvikudeginum í staðin frá kl.17-18.  Miðað við veðurspána þá tekur maí æfingataflan aftur við.

Kv, Heiðar.

Golfævintýri í Dalvíkurbyggð 2012

aevintyri

Skilaboð frá veitinganefnd

VINNA Í GOLFSKÁLA GHD Í SUMAR

Félagsmönnum GHD býðst að vinna viku í senn í golfskálanum fyrir kr. 25.000.- Vinntími virka daga er frá kl 17.00 - 21.00 og um helgar frá kl. 10.00-17.00 nema mótsdagar frá kl. 8.00.

Áhugasamir hafi samband við Erlu í síma 861-3284 fyrir 20.maí.

Æfingatafla fyrir maí

  Mánud Þriðjud Miðvikud Fimmtud Föstud
H1

16:30 spil

á golfvelli

17-18

pitch,

litli völlur

16:30 spil

á golfvelli

 

14-15

pitch,

litli völlur

H2

16:30 spil

á   golfvelli

16-17

pitch,

litli   völlur

16:30 spil

á   golfvelli

   
H3      

16:30-17:30

á litla   velli

 

Þessi æfingatafla tekur gildi miðvikudaginn 9. maí og gildir þar til æfingatafla sumarsins tekur gilid.

Hópur 1. Þessi hópur samanstendur af kylfingum í 7-10.bekk og í framhaldsskóla.

Hópur 2. Í þessum hópi eru kylfingar úr 4.-6. bekk.

Hópur 3. Þetta er yngsti hópurinn, 1.-3.bekkur.

More Articles...

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine