Golfklúbburinn Hamar

img_3153.jpg
HomeFréttir

Fréttir

Karlakvöldin færð til

Ákveðið hefur verið að flytja karlakvöldin sem verið hafa á sunnudagskvöldum á þriðjudagsseinniparta kl. 17:30. Sunnudagskvöldin reyndust ekki vera hentugur tími og er vonandi að þriðjudagarnir henti betur. Við minnum á að allir eru velkomnir á karlakvöldin ekki aðeins félagar í klúbbnum.

Almennur félagsfundur

Í dag, sunnudaginn 22. janúar, var almennur félagsfundir hjá GHD. Ný heimasíða klúbbsins var formlega opnuð auk þess sem fundarmönnum var skipt í hópa og hver hópur settii niður á blað þau verkefni sem meðlimum hópsins þótti brýnast að ráðast í hjá klúbbnum. Þessum verkefnum var svo forgangsraðað og mun stjórnin nú taka niðurstöður hópavinnunnar til umfjöllunar og hafa þær til hliðsjónar þegar verkefnalisti sumarsins verður ákveðinn. Góður og gagnlegur fundur sem gefur góð fyrirheit um starfið framundan.

Aldrei of seint að byrja

Golf er þess eðlis að það er einfaldlega aldrei of seint að byrja. Auðvitað hjálpar það að byrja snemma en það er ekki ávísun á það að ná árangri. Þótt þið séuð orðin sextug er ekki of seint að byrja. Hver og einn hefur auðvitað sínar eigin forsendur fyrir því að vilja spila golf og það er mismunandi hjá hverjum og einum hve langt hann vill ná og það á að bera virðingu fyrir því. Sumir vilja bara spila golf með vinum sínum og er alveg sama á hvaða skori þeir eru. Svo eru aðrir sem vilja alltaf vera að keppa og þrífast á spennunni sem fæst úr keppninni. Þar sem þetta er einstaklingsíþrótt þá er auðvelt að ráða sinni leið til þess að njóta íþróttarinnar. Read more: Aldrei of seint að byrja

Byrjendanámskeið

Í janúar hefst  5 vikna byrjendanámskeið  fyrir þá sem hafa áhuga á því að prófa íþróttina. Búið er að taka frá tvo tíma í viku fyrir þennan hóp og fer það eftir fjölda skráninga hvernig þeir verða nýttir. Ef áhuginn er mikill þá verður hópnum aldursskipt og hvor hópur verður einu sinni í viku. Eftir að byrjendanámskeiðinu lýkur munu þau börn sem vilja halda áfram, koma inn á fastar æfingar klúbbsins. Þau yngstu munu fara inn í hóp 3 en yfirþjálfari mun meta hvort þau eldri fara inn í hópa með jafnöldrum eða hvort hugsanlega verður settur inn nýr æfingahópur.

Kennari  á námskeiðinu verður Heiðar Davíð Bragason og honum til aðstoðar verður Magni Þór Óskarsson.

Skráning er hjá Guðmundi St. Jónssyni í síma 892-3381 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurður Ingvi íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2011

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2011 er Sigurður Ingvi Rögnvaldsson en hann er jafnframt golfmaður Hamars 2011. Sigurður Ingvi varð á þessu ári fyrsti landsliðsmaður Golfklúbbsins Hamar. Hann tryggði sér sæti í unglingalandsliðinu og keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumóti unglingalandsliða. Þá varð hann í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik, unglinga 17 til 18 ára. Einnig varð hann norðurlandsmeistari í 17 – 18 ári flokki unglinga. Sigurður Ingvi hefur verið fremstur í sínum aldursflokki um árabil og hefur með þrautseigju stundaði æfingar og keppni af miklu kappi og dug.

More Articles...

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine