Golfklúbburinn Hamar

img_3115.jpg
HomeFréttir

Fréttir

Aðalfundarboð

Aðalfundur GHD verður sunnudaginn 20. nóvember 2016. kl. 17.00 í Víkurröst (inniaðstöðu)

Dagskrá:
1.Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu
starfsári
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
3. Umræður og atkvæðagreiðsla
4. Kosning stjórnar
5. Kosning tveggja endurskoðenda og eins varamanns
6. Önnur mál

Myndband frá kynningarfundi

Firmakeppni GHD

firmak2firmak1

Einar Hjörleifsson og Hjörleifur Einarsson frá EB taka við bikarnum og til vinstri er Sigurður Sveinn Alfreðsson

Nú á haustdögunum fór fram firmamót GHD á Arnarholtsvelli. Stuðningur fyrirtækja er ómetanlegur fyrir starfsemi golfklúbbsins og það fé sem safnast af Firmakeppni GHD rennur allt í barna- og unglingastarf félagsins sem er eins og margir vita í miklum blóma. Þau fyrirtæki sem tóku þátt að þessu sinni eru:

Samherji, Íslandsbanki, Salka fiskmiðlun, VÍS, Veitingastaðurinn Við höfnina, Hárverkstæðið, Steypustöð Dalvíkur, Dalvíkurbyggð, Katla, TM, Sjóvá, Vélvirki, Skíðasport, Víking Heliskiing, Tréverk, Fiskmarkaður Norðurlands, EB, BHS, Bruggsmiðjan, Artic Seatours, Ævar og Bóas, Samskip, Rarik, Eimskip, KPMG, Kælismiðjan Frost, Sæplast, Sjúkraþjálfun Dalvíkur, Landsbankinn, Dalverk, Olís, Sportvík, Bergmenn, Samleið, Marúlfur og Tengir.

Golfklúbburinn Hamar þakkar þessum aðilum kærlega fyrir stuðninginn.

Sigurvegari í mótinu var EB og leikmaður var Sigurður Sveinn Alfreðsson, í öðru sæti var Viking Heliskiing leikmaður var Sæmundur Hrafn Andersen og í þriðja sæti Tréverk og leikmaður var Hákon Viðar Sigmundsson.

Lokahóf barna og unglinga

lokahof2016 6

lokahof2016 7

Á myndunum eru Amanda, Snædís, Veigar og Arnór Snær sem fengu viðurkennigu fyrir frábæran árangur í sumar og svo Daníel Rozzasa sem var valinn besti félaginn.

Lokahóf Barna- og unglinganefndar GHD fór fram í inniaðstöðunni í Víkurröst á föstudaginn. Vel var mætt og fóru krakkarnir í ýmsa golf-leiki og þrautir undir dyggri stjórn Heiðars Davíðs og stjórn Barna-og unglinganefndar. Þá voru veitingar í boði og svo afhentar viðurkenningar fyrir afrek sumarsins. Eins og undanfarin á er árangur okkar krakka alveg frábær og við erum mjög stolt af starfinu okkar í GHD. Viðurkenningar fyrir sumarið 2016 hlutu:

Besti félaginn: Daníel Rosazza

Besta ástundun: Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Viðurkenningar fyrir fyrstu forgjafarlækkun:

                               Aron Ingi Gunnarsson

                               Árni Stefán Friðriksson

Birnir Kristjánsson

Maron Björgvinsson

Óskar Karel Snæþórsson

Veigar Heiðarsson

Daníel Rosazza

Mesta forgjafarlækkun þeirra sem ekki höfðu lækkað áður: Birnir Kristjánsson

Mesta forgjafarlækkun þeirra sem höfðu lækkað áður: Daði Hrannar Jónsson

Viðurkenningar fyrir frábæran árangur 2016:

                               Veigar Heiðarsson

                               Amanda Guðrún Bjarnadóttir

                               Arnór Snær Guðmundsson

                               Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir

Æfingatafla haustsins hjá börnum og unglingum

Þá eru haustæfingar að hefjast í inniaðstöðunni. Hér að neðan er æfingatafla haustsins. Við minnum svo foreldra á að skrá börn sín í Æskuræktina, bæði til að fá hvatagreiðslu og eins fyrir okkur til að halda utan um iðkenndahópinn.

Aefingatafla-haust16

More Articles...

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine