Golfklúbburinn Hamar

img_3476.jpg
HomeFréttir

Fréttir

Karlaslútt 2016

Þá er komið að því, Karlaslúttferðin 2016. Undirbúningshópurinn er búinn að setja saman massíva ferð sem farin verður laugardaginn 17. september. Þetta er eitthvað sem enginn karl í klúbbnum vill missa af. Fjölmargar ferðaskrifstofur hafa sóst eftir því að fá að selja í þessa ferð en hún er eingöngu fyrir þá sem tilheyra hinum útvalda hópi karla í GHD og þeim sem sótt hafa karlakvöldin í sumar. Sjóðurinn góði greiðir stóran hluta kostnaðarins svo hver þátttakandi þarf aðeins að greiða 5.000 krónur, sem greiðast við brottför. Hér að neðan er dagskrá ferðarinnar. Skráning fer fram í gegnum Facebook-hóp karlakvöldanna eða hjá Bjarna (862-8283) eða Gumma (892-3381).

Dagskrá

09:00                Brottför frá Víkurröst (það verður engin rúta heldur langferðabíll)
11:00 - 13:30    Spilaðar 9 holur á Skagaströnd
13:30 - 14:30    Brunch á Skagaströnd
15:00 - 17:30    Spilaðar 9 holur á Sauðárkróki
18:00 - 20:00    Matur á Hard Wok Cafe á Sauðárkróki, verðlaunaafhending fyrir spil dagsins og afrek sumarsins
22:00                Áætluð heimkoma

Ferðin í fyrra var frábær og þessi gæti orðið enn betri svo nú er um að gera að skrá sig og taka daginn frá.

Athugið að ef veðurútlit verður þannig, er hugsanlegt að ferðin verði flutt yfir á sunnudag.

Íbúafundur í Bergi

Fólkvangurinn í Böggvisstaðafjalli: Fjölbreyttir útivistarmöguleikar.

Golfklúbburinn Hamar boðar til opins umræðu- og kynningarfundar vegna umsóknar klúbbsins um land undir golfvöll í fólkvangi Dalvíkurbyggðar.  Bygging golfvallar er mikil framkvæmd sem gefur tækifæri til þess að skipuleggja svæðið í heild til ýmisskonar útivistar með t.d. upplýstum göngustígum, hjólastígum, reiðleiðum og leiksvæði. 

Hefur þú skoðun á því hvað á að vera á svæðinu?

Fundurinn verður í Bergi fimmtudaginn 15. september  kl. 17:30

Árið 2015 fékk GHD Edwin Roald golfvallahönnuð til að gera úttekt á möguleikanum á að byggja nýjan golfvöll út frá skíðaskálanum Brekkuseli og jafnframt úttekt á uppbyggingu golfvallarins í Arnarholti til þess að sá völlur myndi standast þær kröfur sem gerðar eru til golfvalla í dag. Skýrslan kom út fyrir s.l. áramót  og er að finna hér til hliðar á vefsíðu GHD og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is.

Edwin mun segja frá gerð skýrslunnar og fara yfir helstu niðurstöður  á fundinum. Þá munu Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA og Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga taka til máls. Eftir erindin verður orðið laust fyrir fundargesti og frummælendur ásamt fulltrúum sveitarfélagsins og Golfklúbbnum Hamri verða til svara.

Allir velkomir.  Golfklúbburinn  Hamar

Arnór Snær valinn í U18 ára landsliðið fyrir EM

arnorsnaergudmundsson2016
Arnór Snær Guðmundsson, GHD.

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið sex leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti U18 ára pilta. Mótið fram fer í Prag í Tékklandi dagana 14.17. september n.k. Keppt verður á Golf Mladá Boleslav vellinum sem er rétt fyrir utan höfuðborgina Prag. Okkar maður, Arnór Snær Guðmundsson, var valinn til að leika fyrir Íslands hönd enda einn af allra efnilegustu kylfingum landsins, Til hamingju Arnór!

Liðið er þannig skipað:

Arnór Snær Guðmundsson, GHD
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG
Hákon Örn Magnússon, GR
Henning Darri Þórðarson, GK
Hlynur Bergsson, GKG
Kristján Benedikt Sveinsson, GA

Kvennamót

raesir kvennamot2016

kvennam2016

Kvennamót GHD var haldið í dag 20. ágúst og vorum við mjög heppnar með veður og höfðum þennan líka flotta ræsi með okkur í allan dag, ekki skemmdi það daginn

Keppt var í tveim flokkum og eru úrslitin hér:

Flokkur 28,1 +

1. Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir 38 punktar

2. Guðrún Katrín Konráðsdóttir 27 punktar

3. Ásdís Jónsdóttir                    24 punktar

Flokkur 0-28

1. Indíana Auður Ólafsdóttir 37 punktar

2. Marsibil Sigurðardóttir      35 punktar

3. Bryndís Björnsdóttir          33 punktar

Næst holu

1. braut – Telma Ösp Einarsdóttir

3. braut – Bryndís Björnsdóttir

7. braut – Hildur Heba Einarsdóttir

Lengsta drive 28,1 +

Hlín Torfadóttir

Lengsta drive 0-28

Telma Ösp Einarsdóttir

  

Íslandsmót golfklúbba, eldri kylfinga

Fimm konur fóru á Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga sem haldið var í Öndvderðarnesi 12-14 ágúst, 

Við skvísurnar í GHD spiluðum í Íslandsmóti golfklúbba eldri kylfinga, enduðum í 6.sæti en samt hressar, reynslunni ríkari og stefnum á að fara aftur að ári.Islandsmot-golfklubba216

More Articles...

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine