Golfklúbburinn Hamar

img_3089.jpg
HomeFréttir

Fréttir

Amanda sigraði á 4. mótinu í Íslandsbankamótaröðinni

Amanda strandavelli

Fjórða mót ársins á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram um helgina á Strandavelli á Hellu. Frábær árangur náðist í mörgum flokkum og var að venju leikið í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum.

Annað mótið í röð stóð Amanda Guðrún Bjarnadóttir Golfklúbbnum Hamri uppi sem sigurvegari í flokki 15-16 ára en hún sýndi mikla yfirburði í mótinu á Hellu um helgina þegar hún sigraði með 10 högga mun. Amanda lék hringina tvo samtals á 16 höggum yfir pari. Alma Rún Ragnarsdóttir endaði í öðru sæti en hún lék höggi betur en Ragna Kristín Guðbrandsdóttir úr Nesklúbbnum.

Með þessum sigri náði Amanda efsta sæti stigalistans á Íslandsbankamótaröðinni en enn á eftir að leika á tveimur  mótum í mótaröðinni í sumar.

Til hamingju Amanda.

Amanda Guðrún Íslandsmeistari

Arnór, Amanda og Snædís

Arnór, Amanda og Snædís með verðlaunagripina

Það var mikið um að vera hjá yngri kylfingum okkar um helgina. Íslandsmótið í höggleik fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG.  Arnór Snær Guðmundsson, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr GHD  tóku þátt og stóðu sig frábærlega. Amanda varð Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára stúlkna og Snædís var þriðja í sama flokki. Arnór varð í þriðja sæti í flokki 17-18 ára drengja.

Fjórir strákar úr GHD kepptu á Áskorendamótaröðinni í Hveragerði sem leikin var á laugardag og sunnudag. Í flokki fjórtán ára og yngri hafnaði Þorsteinn Örn Friðriksson í sjötta sæti, Daði Hrannar Jónsson í sjöunda sæti og Birnir Kristjánsson í níunda sæti. Veigar Heiðarsson keppti í flokki tíu ára og yngri og hafnaði í öðru sæti. Glæsilega gert hjá þessum efnilegu strákum.

Þá tók Donald Jóhannesson þá í Íslandsmóti eldri kylfinga sem fram fór  á Akranesi og stóð sig með prýði eins og ungmennin okkar en hann varð í 5. sæti í höggleik með forgjöf í flokki karla 65 ára og eldri.

Golfklúbburinn Hamar óskar öllum þessum kylfingum til hamingju með árangurinn.

Meistaramót barna og unglinga

20160713 103915_resized

Í vikunni fór fram Meistaramót GHD í flokkum barna og unglinga.  Rúmlega tuttugu krakkar tóku þátt í mótinu en þessir krakkar æfa undir leiðsögn Heiðars Davíð Bragasonar. Miklar framfarir hafa orðið hjá þessum krökkum en flest æfa þau líka golf yfir vetrartímann í inniaðstöðu GHD í Víkurröst.

Meistarar í byrjendaflokki urðu Magnea Ósk Bjarnadóttir og Hafsteinn Thor Guðmundsson en svo skemmtilega vill til að stóru systkin þeirra urðu klúbbmeistarar GHD um s.l. helgi.  Í flokki 10 ára og yngri sigraði Veigar Heiðarsson og í flokki 15 ára og yngri Daði Hrannar Jónsson.

 magneaoghafsteinn2 veigarogdadi 

Amanda og Arnór klúbbmeistarar

20160709 165153

Meistaramóti GHD lauk á laugardaginn eftir fjóra stórgóða golfdaga í frábæru veðri. Leikið var í þremur flokkum hjá körlum og tveimur hjá konum. Þegar upp var staðið varð Amanda Guðrún Bjarnadóttir klúbbmeistari kvenna og Arnór Snær Guðmundsson klúbbmeistari karla. Í fyrstaflokki kvenna sigraði Marsibil Sigurðardóttir og Sigurður Jörgen Óskarsson hjá körlunum. Hákon Viðar SIgmundsson varð svo hlutskarpastu í öðrum flokki karla en þar var leikin punktakeppni. Við óskum klúbbmeisturunum og öðrum sigurvegurum til hamingju.

20160709 165053

Efnilegir kylfingar

styrktarsamningar

Marsibil Sigurðardóttir formaður GHD með Snædísi, Amöndu og Arnóri.

Við upphaf Meistaramóts GHD í dag  voru undirritaðir samningar milli Golfklúbbsins  og þriggja ungra og efnilegra kylfinga í félaginu.  Arnór Snær Guðmundsson fékk afrekskylfings samning við félagið og þær Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir undirrituðu styrktarsamning. Með þessum samningum styrkir GHD krakkana til æfinga og keppni og á móti skuldbinda þau sig til að leggja sig fram á æfingum og vera fyrirmynd fyrir aðra félaga í GHD innan vallar sem utan.

Golfklúbburinn Hamar hefur lagt mikinn metnað í barna- og unglingastarf undanfarin ár og er það stefna klúbbsins að gera vel við þá einstaklinga sem ná framúrskarandi  árangri. Þessir þrír einstaklingar sem undrrituðu samninga í dag standa mjög framarlega í sínum flokkum á landsvísu. Margir yngri meðlimir GHD hafa einnig sýnt góðan árangur í sumar þannig að framtíðin er björt hjá klúbbnum.

More Articles...

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine