Golfklúbburinn Hamar

img_3089.jpg
Home

Kuldalegt á Arnarholtsvelli

Það var kuldalegt um að litast á Arnarholtsvelli þegar fréttaritari heimasíðunnar var þar á ferð í dag. Sennilega hafa ekki margir látið sér detta í huga að spila golf þessa dagana en vonandi fer vetri senn að ljúka og svo við fáum gott golfhaust.

golf2

Æfingar í inniaðstöðu

Æfingar verða í inniaðstöðunni í næstu viku, vikuna 10-16.sept.

Yngri krakkarnir...kirkjubrekkukrakkarnir....eru á mánudag og miðvikudag kl.14.30-15.30.

Miðjuhópurinn og elsti hópurinn eru á mánudag og miðvikudag kl.17-18.30(19)

Ef veðrið lagast ekki þá halda æfingar áfram inni, ég kem til með að láta vita af því hér á heimasíðunni.

Ég minni á litla meistaramótið 16.sept næstkomandi. Þetta er síðasta mótið á árinu:) Upplýsingar um mótið er að finna á golf.is.

Kveðja, Heiðar

Góður árangur

Lokamótið á Norðurlandsmótaröð barna og unglinga var leikið á Jaðarsvelli, GA.

Krökkunum frá Dalvík gekk vel og nældu sér í 10 verðlaunasæti í mótinu í öllum flokkum.

Eftirfarandi krakkar náðu þrem efstu sætunum á stigalista mótaraðarinnar;

12 ára og yngri.

Sveinn Margeir Hauksson - stigameistari.

Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir - stigameistari.  

Ásrún Jana í öðru sæti og Amanda Guðrún í þriðja sæti.

14 ára og yngri.

Ólöf María Einarsdóttir - stigameistari. 

Magnea Helga Guðmundsdóttir í þriðja sæti.

Arnór Snær Guðmundsson í öðru sæti.

15-16 ára.

Birta Dís Jónsdóttir - stigameistari.

Þórdís Rögnvaldsdóttir í öðru sæti.

17-18 ára.

Jónína Björg Guðmundsdóttir - stigameistari.

Flottur árangur hjá krökkunum í sumar.

Breytingar á æfingatímum

Í næstu viku, 27.ágúst - 2.sept. koma æfingatímar til með að breytast.

Elsti hópurinn og miðjuhópurinn verða saman á æfingum. Æfingatímarnir eru Mánudaga og miðvikudaga 17-19.

Yngsti hópurinn er á mánudögum og miðvikudögum kl.14.30-15.30 á kirkjubrekkuvelli.

Kveðja, Heiðar

Golfnámskeið

Námskeið verður í boði í næstu viku.  FRÍTT ER Í NÁMSKEIÐIÐ!!!

Dagana 27, 28 og 29.ágúst(mánudag-miðvikudag), kl.19.30-21.00.

Farið verður í pútt, vipp, bönkerhögg, lengri wedge högg, járnahögg og dræf.

Þetta námskeið er fyrir byrjendur og lengra komna. Takmörkun verður við ca.20-25 manns og þeir sem hafa hærri forgjöf ganga fyrir.

ÞEIR SEM EKKI ERU Í KLÚBBNUM EN MÆTA Á NÁMSKEIÐIÐ FÁ AÐ LEIKA FRÍTT Á VELLINUM ÞAÐ SEM EFTIR ER ÁRSINS!

Engin skráning er í námskeiðið, mæting er í golfskálanum.

Kveðja, Heiðar.

 

 

Page 38 of 50

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine