Golfklúbburinn Hamar

img_3115.jpg
Home

Sigurður Ingvi keppir á Íslandsmótinu í höggleik

Sigurður Ingvi Rögnvaldsson kylfingur úr GHD tekur þessa dagana þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Strandavelli við Hellu. Sigurður lék fyrsta daginn á sex höggum yfir pari og annan daginn á tíu höggum yfir pari og er því samtals á sextán höggum yfir pari þegar mótið er hálfnað.

Eftir fyrsta dag var Rúnar Arnórsson efstur á fjórum höggum undir pari en þegar þetta er skrifað hefur hann ekki enn lokið leik á öðrum degi. Sigurður Ingvi er því nokkuð á eftir efstu mönnum en við vonum að hann nái að nálgast þá yfir helgina.

Ný myndasöfn komin inn

Myndasöfn frá Meistaramótinu og fyrsta mótinu í Samskip/N1 mótaröð barna og unglinga eru kominn inn undir Myndir hér að ofan.

Leik lokið á Íslandsmóti unglinga í höggleik

Þá er leik lokið á Íslandsmóti unglinga í höggleik sem fram fór á Kiðjabergi um helgina. Eins og fram hefur komið hér á síðunni voru nokkrir keppendur frá GHD á mótinu og stóðu þau sig vel. Hægt er að sjá öll úrslit í mótinu með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Read more: Leik lokið á Íslandsmóti unglinga í höggleik

Velgengnin heldur áfram á öðrum keppnisdegi

Öðrum keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik er nú lokið. Keppendur GHD áttu annan góðan dag en sennilega enginn betri en Arnór Snær sem lék á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins á Kiðjaberginu. Frábær hringur sem skilar Arnóri upp í 3. sæti í sínum flokki fyrir síðasta keppnisdag. Birta heldur sínu striki í 3. sæti og Þórdís klífur upp listann eftir góðann dag í dag og er í 7. sæti og Elísa er í 9. sæti. Jónína er í 13 sæti í flokki 17 - 18 ára og hjá 14 ára og yngri er Ólöf María í 5. sæti og Magnea Helga í 13. sæti.

Það veður spennandi að fylgjast með krökkunum okkar á lokadeginum á morgun og góðar líkur á því að einhverjir þeirra standi á verðlaunapalli að móti loknu á morgun.

Fyrsta keppnisdegi á Íslandsmóti unglinga lokið

Fyrsta keppnisdegi á Íslandsmóti unglinga í höggleik er lokið á Kiðjabergi. Að vand stóðu keppendur GHD sig vel. Birta Dís er í 3. sæti og Elísa Rún í 7. sæti í flokki 15-16 ára stúlkna, Jónína Björg er í 8. sæti í flokki 17-18 ára og Ólöf María er í 6. sæti og Magnea Helga í 12. sæti í flokki 14 ára og yngri. Eini keppandi GHD í drengjaflokki, Arnór Snær, er í 14 sæti í flokki 14 ára og yngri.

Þess má geta að þær Jónína og Elísa fengu 43 punkta fyrir frammistöðu dagsins svo þær eru að fá verulega lækkun á forgjöf. Þá fékk Birta 39 punkta og Ólöf og Magnea 37 punkta svo flestir keppendur GHD spiluðu til lækkunar í dag. Við sendum krökkunum okkar baráttukveðjur fyrir framhaldið og vonum að þau haldi áfram á þessari braut þá tvo keppnisdaga sem eftir eru.

Page 39 of 50

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine