Golfklúbburinn Hamar

img_3013.jpg
Home

Afrekssamningar undirritaðir

Í dag voru undirritaðir afrekssamningar við afrekskylfingana okkar, þau Amöndu Guðrúnu Bjarnadóttur og Arnór Snæ Guðmundsson. Við erum stolt af því að styðja við bakið á þessum frábæru kylfingum og fyrirmyndum. Á myndinni má sjá þau ásamt Marsibil Sigurðardóttur formanni GHD.

undirritun

Amanda Íslandsmeistari 17 - 18 ára stúlkna í höggleik

20180624 173509Íslandsmótið í höggleik á Íslandsbankamótaröðinni fór fram um helgina á Hólmsvelli í Leiru. Veður setti svip sinn á mótið en rok og rigning gerði kylfingum erfitt fyrir. GHD átti fjóra keppendur á mótinu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir varð Íslandsmeistari í flokki stúlkna 17 - 18 ára. Arnór Snær hóf leik í flokki drengja 19 -21 árs en náði því miður ekki að ljúka mótinu. Þeir Veigar Heiðarsson og Snævar Bjarki Davíðsson léku svo í flokki drengja 14 ára og yngri, en þetta var þeirra fyrsta Íslandsmót sem er alltaf stór áfangi. Veigar hafnaði í 8. sæti og Snævar í 22. sæti. Við óskum Amöndu innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og strákunum til hamingju með góðan árangur á sínu fyrsta móti.

snaevar-isl

Fyrsta mótinu í Footjoy-Titleist Norðurlandsmótaröðinni lokið

FTN-nordurlands-Amanda 600x800

Þann 17. júní fór fram fyrsta mótið í Footjoy-Titleist Norðurlandsmótaröðinni og var leikið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. GHD átti 7 keppendur á mótinu og stóðu þau sig öll með stakri prýði. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sigraði nokkuð auðveldlega í flokki 18-21 árs stúlkna en hún var ein í flokknum svo samkeppnin var afar lítil. Amanda var einnig krýndur Nýprent-meistari stúlkna 2018 en þann titil hlýtur sú stúlka sem leikur 18 holur á fæstum höggum en hún lék á 77 höggum. Veigar Heiðarsson sigraði í flokki drengja 12 ára og yngri, Svævar Bjarki Davíðsson varð í öðru sæti og Maron Björgvinsson í sjöunda sæti. Í flokki stúlkna 12 ára og yngri varð Magnea Ósk Bjarnadóttir í 5. sæti. Þá léku þeir Barri Björgvinsson og Hákon Bragi Heiðarsson í byrjendaflokki. Þar kom Hákon inn á fæstum höggum og Barri varð annar.


.FTN-nordurlands-strakar 800x600

Sigló hótel mótaröðin - Fyrsta mót

siglohotel1

Aðalfundur GHD 2017

Aðalfundur GHD verður fimmtudaginn 16. nóvember 2017 kl. 17 í inniaðstöðunni í Víkurröst
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
3. Umræður og atkvæðagreiðsla
4. Kosning stjórar
5. Kosning tveggja endurskoðenda og eins varamanns
6. Önnur mál

Page 5 of 51

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine