Golfklúbburinn Hamar

img_3089.jpg
Home

Helstu úrslit úr Intersport Open mótinu

Um síðustu helgi fór Intersport Open mótið fram á Arnarholtsvelli en það er fyrsta mótið í mótaröð barna og unglinga á norðurlandi. Góð þátttaka var í mótinu og má sjá helstu úrslit með því að smella á "Lesa meira" hér að neðan. Read more: Helstu úrslit úr Intersport Open mótinu

Munið eftir forkeppni fyrir holukeppni

Við minnum á að forkeppnin fyrir holukeppni GHD fer fram á morgun miðvikudaginn 13. júní. Við kvetjum sem flesta til að skrá sig og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni.

Vel heppnuðu Golfævintýri lokið

538346 4073468832610_1242891004_nÞá er Golfævintýrinu okkar lokið og óhætt að segja að það hafi lukkast vel. Æfingar stóðu yfir frá 9:30 til 15:30 á föstudag og laugardag undir handleiðslu Heiðars Davíðs Bragasonar yfirþjálfa en eftir það tók við skemmtidagskrá fram eftir kvöldi. Á milli 50 og 60 þátttakendur voru á Golfævintýrinu sem má kallast góð þátttaka. Endapunkturinn var svo Intersport Open golfmótið sem fram fór á sunnudaginn en það er fyrsta mótið í mótaröð barna og unglina á norðurlandi. Hér er hægt að sjá nokkrar myndir frá Golfævintýrinu.

 

 

Sigurður Ingvi í 20. sæti í Vestmannaeyjum

Annað mótið í Eimskipsmótaröðinni fór fram um helgina í Vestmannaeyjum. Okkar maður, Sigurður Ingvi Rögnvaldsson var á meðal keppenda og stóð sig vel. Sigurður endaði í 20. sæti á 220 höggum eftir að hafa leikið á pari á lokadaginn. Sigurvegari í móti var Þórður Rafn Gissurarson úr GR en hann lék á 209 höggum.

Mikið um að vera á golfvellinum vegna golfævintýris

Það er mikið um að vera á golfvellinum okkar þessa dagana en golfævintýrið hófst í morgun. Þeir sem hugsa sér að spila golf næstu dagna er bent á að frá kl. 9:30 - 15:30 er völlurinn töluvert tepptur vegna golfævintýrsins.

Page 42 of 50

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine