Golfklúbburinn Hamar

img_6023.jpg
Home

Forkeppni holukeppni frestað um viku

Vegna dræmrar skráningar og heldur kalsalegs veðurútlist hefur verið tekin ákvörðun um að fresta forkeppni holukeppninnar til miðvikudagsins 13. júní. Við vonum að veðrið verði betra eftir viku og hvetjum sem flesta til að skrá sig til að geta tekið þátt í þessu skemmtilega móti.

Framkvæmastjóri GSÍ útskýrir breytingu á skráningu forgjarhringja (Af kylfingur.is)

Það er fátt meira rætt á golfvellinum um þessar mundir en breytingar á skráningu skors kylfinga til forgjafar. Sú breyting hefur orðið að nú verða kylfingar að staðfesta áður en leikur hefst að þeir ætli að leika til forgjafar. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar breytingar sem eru gerðar í takt við lög evrópska golfsambandið. Ýmis vandamál hafa komið upp í kjölfar þessara breytinga. GSÍ vinnur nú að því að gera kerfið eins auðvelt og hægt er. Kylfingur.is fékk Hörð Þorsteinsson, framkvæmdastjóra GSÍ, til að útskýra þessar breytingar frekar. Read more: Framkvæmastjóri GSÍ útskýrir breytingu á skráningu forgjarhringja (Af kylfingur.is)

Forkeppni fyrir holukeppni GHD

Fimmtudaginn 7. júni fer forkeppni fyrir holukeppni GHD fram á Arnarholtsvelli. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 8 keppendur sem ná bestum árangri án forgjafar taka þátt í holukeppni án forgjafar, þar sem keppt er um titilinn Klúbbmeistari GHD í holukeppni. þeim 8 keppendur sem bestum árangri ná með forgjöf keppa um titilinn Bikarmeistari GHD. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag holukeppninnar mér finna hér. Mótið er innanfélagsmót og fer skráning fram inn á golf.is.

Úrslit úr fyrsta móti sumarsins

Fyrsta mót sumarsins fór fram á Arnarholtsvelli um síðustu helgi, Lyf og heilsumótið. Keppt var í höggleik í karla- og kvennaflokki og punktakeppni í einum flokki. Aðstæður voru ágætar en nokkuð hvasst framan af degi. Hér að neðan má sjá fimm efstu í hverjum flokki í mótinu. Smelltu á Lesa meira til að sjá úrslitin

Read more: Úrslit úr fyrsta móti sumarsins

Golfævintýri - Skráning

Skráningarfrestur á golfævintýrið hefur verið framlengdur til föstudags. Góð þátttaka er, en enn er hægt að bæta fleirum við. Við viljum minna krakkana okkar á að skrá sig, þau eru ekki sjálfkrafa skráð. Skráningar fara fram hjá Guðmundi Stefáni á póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 892-3381.

Page 43 of 50

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine