Golfklúbburinn Hamar

img_6023.jpg
Home

Framkvæmastjóri GSÍ útskýrir breytingu á skráningu forgjarhringja (Af kylfingur.is)

Það er fátt meira rætt á golfvellinum um þessar mundir en breytingar á skráningu skors kylfinga til forgjafar. Sú breyting hefur orðið að nú verða kylfingar að staðfesta áður en leikur hefst að þeir ætli að leika til forgjafar. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar breytingar sem eru gerðar í takt við lög evrópska golfsambandið. Ýmis vandamál hafa komið upp í kjölfar þessara breytinga. GSÍ vinnur nú að því að gera kerfið eins auðvelt og hægt er. Kylfingur.is fékk Hörð Þorsteinsson, framkvæmdastjóra GSÍ, til að útskýra þessar breytingar frekar. Read more: Framkvæmastjóri GSÍ útskýrir breytingu á skráningu forgjarhringja (Af kylfingur.is)

Forkeppni fyrir holukeppni GHD

Fimmtudaginn 7. júni fer forkeppni fyrir holukeppni GHD fram á Arnarholtsvelli. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 8 keppendur sem ná bestum árangri án forgjafar taka þátt í holukeppni án forgjafar, þar sem keppt er um titilinn Klúbbmeistari GHD í holukeppni. þeim 8 keppendur sem bestum árangri ná með forgjöf keppa um titilinn Bikarmeistari GHD. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag holukeppninnar mér finna hér. Mótið er innanfélagsmót og fer skráning fram inn á golf.is.

Úrslit úr fyrsta móti sumarsins

Fyrsta mót sumarsins fór fram á Arnarholtsvelli um síðustu helgi, Lyf og heilsumótið. Keppt var í höggleik í karla- og kvennaflokki og punktakeppni í einum flokki. Aðstæður voru ágætar en nokkuð hvasst framan af degi. Hér að neðan má sjá fimm efstu í hverjum flokki í mótinu. Smelltu á Lesa meira til að sjá úrslitin

Read more: Úrslit úr fyrsta móti sumarsins

Golfævintýri - Skráning

Skráningarfrestur á golfævintýrið hefur verið framlengdur til föstudags. Góð þátttaka er, en enn er hægt að bæta fleirum við. Við viljum minna krakkana okkar á að skrá sig, þau eru ekki sjálfkrafa skráð. Skráningar fara fram hjá Guðmundi Stefáni á póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 892-3381.

Sigurður Ingvi í 25. - 26. sæti

Sigurður Ingvi Rögnvaldsson endaði í 25. - 26. sæti á Örninn golfverslun mótinu í Eimskipsmótaröðinni sem fram fór núna um hvítasunnuhelgina. Sigurður lék fyrri hringinn á sex höggum yfir pari og þann síðari á fjórum höggum yfir pari og því samanlagt á tíu höggum yfir pari. Sigurvegari í móti varð Birgir Leifur Hafþórsson GKG á fjórum höggum undir pari.

Page 44 of 51

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine