Golfklúbburinn Hamar

img_3013.jpg
Home

Styttist í fyrsta mót

Nú er óðum að styttast í fyrsta mót sumarsins á Arnarholtsvelli en það fer fram mánudaginn 28. maí sem er annar í hvítasunnu. Leikfyrirkomulagið er höggleikur karla og kvenna án forgjafar og punktakeppni með forgjöf einn flokkur. Veðurspáin er frábær fram yfir næstu helgi svo nú er bara að fara að gera allt klárt og koma sér í golfgírinn.

Æfingar færast út og fyrsta stigamót

Frá og með mánudeginum 21.maí eru æfingar komnar út úr inniæfingaaðstöðunni og maí taflan tekur aftur gildi. 5 kylfingar úr GHD tóku þátt í fyrsta stigamóti GSÍ sem haldið var á Akranesi. Ásdís Dögg sem keppir í 15-16 árar flokki og Ólöf María sem keppir í 14 ára og yngri flokki stóðu sig vel og enduðu í 4.sæti í sínum flokkum.  Arnór var einnig í 4.sæti eftir fyrsta dag og endaði svo í 7.sæti. Birta Dís varð einnig í 7.sæti í 15-16 ára flokk stúlkna, Elísa varð í 14.sæti í sama flokki. Þetta er fín byrjun á tímabilinu, sérstaklega í ljósi þess að Ólöf, Arnór, Birta og Elísa eiga öll eftir ár til viðbótar í sínum flokki.

Kv, Heiðar.

Byrjendanámskeið fyrir börn

Byrjendanámskeið fyrir börn fædd 2006 og eldri. Námskeiðið stendur yfir í 2 vikur og námskeiðsgjaldið gengur upp í félagsgjaldið kjósi krakkarnir að halda áfram í golfíþróttinni. Þeir sem halda áfram eftir námskeiðið færast inn í þá hópa sem tilgreindir eru í æfingatöflu.

Skráning hjá Guðmundi í síma 892-3381 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Kynningarfundur hjá Barna- og unglingaráði

22. maí klukkan 17:30 verður haldinn kynningarfundur í sal Dalvíkurskóla.  Á fundinum verður meðal annars farið yfir starfið í sumar, æfingar og mót. Farið verður lauslega yfir golfreglur og rætt um Golfævintýrið sem verður haldið í 3. skipti 7.-10. júní.  Þessi fundur er hugsaður jafnt fyrir þá sem æfa golf í dag, þá sem hafa áhuga á því að byrja að æfa golf og foreldra.

Vinnuhelgi á golfvellinum

Vinnudagar á golfvellinum dagana 19. og 20. maí

Vinna hefst laugardaginn 19. maí kl 09:00 til 16:00 Einni unnið sunnudaginn 20. maí kl 10:00 til 16:00

Hefðbundin vorverk, raka greinar, hreinsa glompur, setja upp bekki, þrífa skálann og gera klárt fyrir sumarið.

Einnig verður farið í að laga teiga, fylla í skurð á 5. braut og laga sandglompu á æfingasvæði.

Muna að taka með sér áhöld s.s. skóflur, hrífur, hamar og síðast en ekki síst góða skapið.

Page 45 of 50

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine