Golfklúbburinn Hamar

img_3089.jpg
Home

Sigurður Ingvi í 16. - 25. sæti eftir fyrri keppnisdag

Eftir að fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni var stytt niður í 36 holur var fyrri hringurinn leikinn í dag við erfiðar aðstæður. Okkar manni, Sigurði Ingva, gekk þó ágætlega að eiga við aðstæður og kom í hús á 78 höggum eða sex höggum yfir pari sem skilar honum í 16. - 25. sæti eftir daginn. Aðstæður verða vonandi betri á morgun svo betri skor sjáist en bestu skor dagsins voru 72 högg sem er parið á Leirunni.

Erfiðar aðstæður á Leirunni

Erfiðar aðstæður eru á Hólmsvelli í Leiru þar sem Sigurður Ingivi er meðal keppenda í Örninn golfverslun mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Strekkings vindur er á vellinum og gengur á með skúrum. Við vonum að Sigurði gangi vel að fást við aðstæðurnar og komi í hús á góðu skori.

Sigurður Ingvi á Eimskipsmótaröðinni

img 3089Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD verður á  meðal keppenda á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru um næstu helgi. Leikið verður eftir nýju fyrirkomulagi á mótaröðinni í sumar en nú verða öll mót 54 holur. Um helgina verður niðurskurður eftir tvo fyrstu dagana og komast u.þ.b. 63 karlar og 27 konur áfram á síðasta keppnisdaginn. Við óskum Sigurði Ingva velgengni á mótinu vonum að hann verði á meðal keppenda alla þrjá dagana.

Styttist í fyrsta mót

Nú er óðum að styttast í fyrsta mót sumarsins á Arnarholtsvelli en það fer fram mánudaginn 28. maí sem er annar í hvítasunnu. Leikfyrirkomulagið er höggleikur karla og kvenna án forgjafar og punktakeppni með forgjöf einn flokkur. Veðurspáin er frábær fram yfir næstu helgi svo nú er bara að fara að gera allt klárt og koma sér í golfgírinn.

Æfingar færast út og fyrsta stigamót

Frá og með mánudeginum 21.maí eru æfingar komnar út úr inniæfingaaðstöðunni og maí taflan tekur aftur gildi. 5 kylfingar úr GHD tóku þátt í fyrsta stigamóti GSÍ sem haldið var á Akranesi. Ásdís Dögg sem keppir í 15-16 árar flokki og Ólöf María sem keppir í 14 ára og yngri flokki stóðu sig vel og enduðu í 4.sæti í sínum flokkum.  Arnór var einnig í 4.sæti eftir fyrsta dag og endaði svo í 7.sæti. Birta Dís varð einnig í 7.sæti í 15-16 ára flokk stúlkna, Elísa varð í 14.sæti í sama flokki. Þetta er fín byrjun á tímabilinu, sérstaklega í ljósi þess að Ólöf, Arnór, Birta og Elísa eiga öll eftir ár til viðbótar í sínum flokki.

Kv, Heiðar.

Page 45 of 51

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine