Golfklúbburinn Hamar

img_3153.jpg
Home

Völlurinn kemur vel undan vetri

20120421 0269Ekki er annað að sjá en að völlurinn okkar komi vel undan vetri. Meðfylgjandi myndir voru teknar þar í dag. Búið er að opna inn á vetrarflatir fyrir félagsmenn og er nú bara vonandi að hitastig fari að hækka því ætla má að völlurinn verði fljótur að taka við sér þegar hlýnar. Nú er bara um að gera fyrir kylfinga að fara að máta sig við kylfurnar og gera klárt fyrir sumarið.

 

 

 

20120421 0270

Höggið hjá Bubba Watson í bráðabananum á Masters

Bubba Watson átti hreint ótrúlegt högg á annarri holu í bráðabana á Mastersmótinu um daginn. Það var ekki auðvelt að sjá hve ótrúlegt það var í raun og veru í útsendingunni en á myndinni hér að neðan má glögglega sjá hvernig hann húkkaði boltann í 90° með gríðarlegum spuna sem varð til þess að boltinn rúllaði nánast 180° gráður á upphaflega höggstefnu í lokin.

bubba

Lokastaða Púttmótaraðar GHD 2012

1. Heiðar Davíð Bragason 119 stig
2. Sverrir Þorleifsson       109 stig
3. Jónína Björg Guðmundsdóttir 97 stig
4. Hákon Viðar Sigmundsson  96 stig
aðrir minna... það verður opið áfram á laugardögum og hugmyndin er að hafa liðakeppni næsta laugardag - mæting kl 11:30 og kosið í lið

Æfingar 26.mars - 8.apríl.

Æfingar falla niður vikuna 26.mars - 1.apríl hjá hópi 1 og hópi 2. Magni kemur til með að halda utan um æfingar hjá hópi 3 þessa viku.

Vikuna 2.apríl - 8.apríl eru æfingarnar eftirfarandi: 

Hjá hóp 3 er ekki æfing þessa vikuna.

2.apríl: Hópur 2 kl.11-12. Hópur 1 kl.12-13.30.

3.apríl: Hópur 1 kl.12-13.30.

4.apríl: Hópur 2 kl.11-12. Hópur 1 kl.12-13.30.

Svo er komið páskafrí.

Kveðja, Heiðar

Kynningardagur Golfskálans

golfskalinn

Page 46 of 49

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine