Golfklúbburinn Hamar

img_3153.jpg
Home

Samningur við Heiðar Davíð undirritaður

P1010104Laugardaginn 4. febrúar var undirritaður samningur við Heiðar Davíð Bragason nýjan yfirþjálfara klúbbsins. Það voru þeir Gísli Bjarnason formaður GHD og Guðmundur St. Jónsson formaður Barna- og unglingaráðs sem undirrituðu samninginn fyrir hönd klúbbsins. Það er mikill fengur að hafa tryggt þjónustu Heiðars næstu árin því auk þess að hafa gríðarlega reynsu í gegnum það að hafa verið afrekskylfingur er hann nú í vor að ljúka PGA-kennaranámi. Heiðar er ekki ókunnur þjálfunarmálum hjá GHD því hann hefur þjálfað hjá klúbbnum við hlið Árna Jónssonar undanfarin ár. Nú tekur hann hins vegar við stjórnvölunum og um leið og við bjóðum hann velkominn í nýtt starf þökkum við Árna fyrir vel unnin störf í gegnum árin. Hér til hliðar má sjá Gísla, Heiðar og Guðmund við undirritun samningsins.

 Hér eru fleir myndir frá undirrituninni.

Reglur í holukeppni komnar á netið

Í sumar verður holukeppni GHD spiluð með nýju fyrirkomulagi. Spiluð verður 18 holu forkeppni og munu þeir 8 keppendur sem ná bestum árangri með forgjöf komast í úrslitakeppni um tiltilinn Bikarmeistari GHD. Þeir 8 keppendur sem bestum árangri ná án forgjafar munu hins vegar keppa til úrslita um titilinn Meistari í holukeppni GHD. Kynnið ykkur endilega reglurnar undir tenglinum Mótamál hér að ofan.

Mótaskráin komin á golf.is

Þá er mótaskrá GHD komin inn á golf.is svo nú geta kylfingar farið að skipuleggja sumrið. Endilega kíkið inn og kynnið ykkur dagskrá sumarsins því að vanda eru mörg mót í boði og gott er að hafa mótaskrána til hliðsjónar þegar sumarfríið er skipulagt.

Skrifað undir samning við Heiðar n.k. laugardag

Laugardaginn 4. febrúar verður skrifað undir samning við Heiðar Davíð Bragason yfirþjálfara GHD. Undirskriftin fer fram í inniaðstöðunni kl. 11. Það er mikið gleðiefni að hafa nú tryggt klúbbunum starfskrafta þessa öfluga þjálfara og mun hann nú taka við keflinu af Árna Jónssyni sem þjálfað hefur hjá klúbbnum undanfarin ár með frábærum árangri. Síðustu ár hefur Heiðar verið Árna til aðstoðar við þjálfunina en tekur við og mun hafa umsjón með þjálfun allra flokka næstu árin. Við hvetum félaga til að fjölmenna á púttmót á laugardagsmorguninn og vera viðstadda þegar samningurinn verður undirritaður.

Karlakvöldin færð til

Ákveðið hefur verið að flytja karlakvöldin sem verið hafa á sunnudagskvöldum á þriðjudagsseinniparta kl. 17:30. Sunnudagskvöldin reyndust ekki vera hentugur tími og er vonandi að þriðjudagarnir henti betur. Við minnum á að allir eru velkomnir á karlakvöldin ekki aðeins félagar í klúbbnum.

Page 49 of 51

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine