Golfklúbburinn Hamar

img_3089.jpg
Home

Byrjendanámskeið

Í janúar hefst  5 vikna byrjendanámskeið  fyrir þá sem hafa áhuga á því að prófa íþróttina. Búið er að taka frá tvo tíma í viku fyrir þennan hóp og fer það eftir fjölda skráninga hvernig þeir verða nýttir. Ef áhuginn er mikill þá verður hópnum aldursskipt og hvor hópur verður einu sinni í viku. Eftir að byrjendanámskeiðinu lýkur munu þau börn sem vilja halda áfram, koma inn á fastar æfingar klúbbsins. Þau yngstu munu fara inn í hóp 3 en yfirþjálfari mun meta hvort þau eldri fara inn í hópa með jafnöldrum eða hvort hugsanlega verður settur inn nýr æfingahópur.

Kennari  á námskeiðinu verður Heiðar Davíð Bragason og honum til aðstoðar verður Magni Þór Óskarsson.

Skráning er hjá Guðmundi St. Jónssyni í síma 892-3381 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurður Ingvi íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2011

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2011 er Sigurður Ingvi Rögnvaldsson en hann er jafnframt golfmaður Hamars 2011. Sigurður Ingvi varð á þessu ári fyrsti landsliðsmaður Golfklúbbsins Hamar. Hann tryggði sér sæti í unglingalandsliðinu og keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumóti unglingalandsliða. Þá varð hann í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik, unglinga 17 til 18 ára. Einnig varð hann norðurlandsmeistari í 17 – 18 ári flokki unglinga. Sigurður Ingvi hefur verið fremstur í sínum aldursflokki um árabil og hefur með þrautseigju stundaði æfingar og keppni af miklu kappi og dug.

Enn spilað á haustmótaröðinni

Enn spilað í haustmótaröðinni

Þann 20. nóv var leikið í haustmótaröð golfklúbbsins Hamars og er það annað mótið sem haldið er í nóvember sem verður að telja harla óvenjulegt. Haustið hefur verið með eindæmum hagstætt fyrir golfara, ekki síst nóvembermánuður sem hefur verið mjög hlýr og veður stillt. Óhætt er að setja að þátttakan í mótinu hafi verið frábær en um 30 kylfingar mættu til leiks. Að þessu sinni var það Arnór Snær Guðmundsson GHD sem bar sigur úr bítum í barnaflokki. Í öðru sæti varð Friðrik Sigurðsson GHD og í þriðja sæti Ólöf María Einarsdóttir GHD. Keppni hjá fullorðinum var mjög jöfn en fór svo að lokum að Bergur Rúnar Björnsson GÓ varð í fyrsta sæti, Arinbjörn Kúld GA og í þriðja sæti Fylkir Þór Guðmundson GÓ. Stefnt er að því að halda áfram með haustmótaröðina eins lengi og veður leyfir og vonandi getum við haldið mót alveg fram í desember sem yrði einsdæmi hjá klúbbnum.

Aðalfundur GHD

Aðalfundur GHD verður haldinn 27. nóvember í sal Dalvíkurskóla og hefst kl 16:00

Dagskrá fundarins:

 

  1. Skýrsla formanns um starfsárið 2011
  2. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram og kynntir
  3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning
  4. Atkvæðagreiðsla um ársreikning
  5. Félagsgjöld fyrir starfsárið 2012
  6. Kosning nýrrar stjórnar
  7. Önnur mál

Íslandsmeistarar

Stelpurnar okkar voru rétt í þessu að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni stúlkna 15 ára og yngri. Þetta er ein stærsta stundin í sögu klúbbsins og vitnisburður um mikið og gott starf þjálfaranna Árna Sævars Jónssonar og Heiðars Davíðs Bragasonar og unglinganefndar.

Sveitin samanstendur af þeim Þórdísi Rögnvaldsdóttur, Ásdísi Dögg Guðmundsdóttur, Elísu Rún Gunnlaugsdóttur, Birtu Dís Jónsdóttur, Ólöfu Maríu Einarsdóttur og Magneu Helgu Guðmundsdóttur.

Glæsilegt, til hamingju!

More Articles...

Page 50 of 51

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine