Golfklúbburinn Hamar

img_3089.jpg
Home

Amanda og Arnór valin í Talent Panel GSÍ

Golfsamband Íslands gaf í síðustu viku út afrekshópa fyrir árið 2017. Nokkrar breytingar voru gerðar á fyrirkomulaginu með tilkomu nýs afreksstjór og landsliðsþjálfara, Jussi Pitkanen. 60 kylfingar eru nú í fjórum afrekshópum. Efstur er Elite-hópur en þar eru 10 kylfingar sem flestir eru í háskólagolfinu og okkar fremstu áhugakylfingar. Næst kemur Talent-hópur en í honum eru kylfingar sem taldir eru eiga góðamöguleika á að komast í Elite-hópinn og ná langt í golfinu í náinni framtíð. Þriðji hópurinn er Prospect-hópurinn en þar eru efnilegir kylfingar sem hafa sýnt góðar framfarir og eru á góðri leið. Fjórði hópurinn er svo Emerging Talent-hópurinn en í honum eru ungir og efnilegir kylfingar auk kylfinga sem hugsanlega hafa byrjað seint í golfi en eru mjög lofandi. GHD á tvo fulltrúa í afrekshópunum en það eru þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Arnór Snær Guðmundsson en þau eru bæði valin í s.k. Talent Panel sem er næst efsta lag þessa nýja fjórskipta skipulags. Við óskum Amöndu og Arnóri til hamingju með valið.

Golfhermir

Tjaldið er komið upp aftur í herminn og því er hægt að fara að spila á fullu, nýtum okkur inniaðstöðuna

Golfhermirinn

Þar sem tjaldið í golfherminum er í viðgerð þá er ekki hægt að spila þar sem stendur. 

Látum vita hér þegar þetta er komið í lag aftur

Arnór Snær íþróttamaður UMSE 2016

20170119 190100Fimmtudaginn 19. janúar var kjöri íþróttamanns UMSE líst í Hliðarbæ. Ellefu íþróttamenn voru tilnefndir að þessu sinni, í þeim hópi Arnór Snær og Amanda Guðrún kylfingar úr GHD. Að þessu sinni var það kylfingurinn Arnór Snær sem varð fyrir valinu enda átti hann gott ár á golfvellinum 2016. Hann náði m.a. þeim frábæra árangri að lenda í öðru sæti á móti á Eimskipsmótaröðinni sem verður að teljast mjög góður árangur. Við óskum Arnóri og Amöndi til hamingju með tilnefningarnar og Arnóri til hamingju með nafnbótina íþróttmaður UMSE 2016. Þau eru svo sannarlega frábærir fulltrúar klúbbsins.

 

20170119 190229

Opið hús

Opið hús – Prófið golfið

Golfklúbburinn Hamar verður með opið hús sunnudaginn 22. janúar næst komandi,  kl 11:00-15:00. Íbúar Dalvíkurbyggðar eru boðnir velkomnir til að kynna sér aðstöðu klúbbsins í  „Gamla íþróttahúsinu“.  Leiðbeinendur og kylfur á staðnum.

Kaffi og vöfflur í boði

Golfklúbburinn Hamar

Page 6 of 48

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine