Golfklúbburinn Hamar

img_3097.jpg
Home

Íslandsmeistarar

Stelpurnar okkar voru rétt í þessu að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni stúlkna 15 ára og yngri. Þetta er ein stærsta stundin í sögu klúbbsins og vitnisburður um mikið og gott starf þjálfaranna Árna Sævars Jónssonar og Heiðars Davíðs Bragasonar og unglinganefndar.

Sveitin samanstendur af þeim Þórdísi Rögnvaldsdóttur, Ásdísi Dögg Guðmundsdóttur, Elísu Rún Gunnlaugsdóttur, Birtu Dís Jónsdóttur, Ólöfu Maríu Einarsdóttur og Magneu Helgu Guðmundsdóttur.

Glæsilegt, til hamingju!

Golfæfingar sumarið 2011

 

Æfingar hjá börnum og unglingum hefjast mánudaginn 5. Júní og verða sem hér segir:

Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga:

Byrjendur 14:00-15:00 Blandaður flokkur 15:00-16:00 Stelpur (með forgjöf) 16:30-18:00 Strákar (með forgjöf) 17:30-19:00

Á miðvikudögum verður mót þar sem þeir sem hafa getu til spila til forgjafar. (nánar farið yfir með þjálfurum)

Þjálfarar verða þeir Árni Jónsson, PGA þjálfari (863-9619) og Heiðar Davíð Bragason, PGA þjálfaranemi (698-0327) og munu þeir sjá um að raða í hópa. Read more: Golfæfingar sumarið 2011

Page 51 of 51

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine