Þann 20. nóv var leikið í haustmótaröð golfklúbbsins Hamars og er það annað mótið sem haldið er í nóvember sem verður að telja harla óvenjulegt. Haustið hefur verið með eindæmum hagstætt fyrir golfara, ekki síst nóvembermánuður sem hefur verið mjög hlýr og veður stillt. Óhætt er að setja að þátttakan í mótinu hafi verið frábær en um 30 kylfingar mættu til leiks. Að þessu sinni var það Arnór Snær Guðmundsson GHD sem bar sigur úr bítum í barnaflokki. Í öðru sæti varð Friðrik Sigurðsson GHD og í þriðja sæti Ólöf María Einarsdóttir GHD. Keppni hjá fullorðinum var mjög jöfn en fór svo að lokum að Bergur Rúnar Björnsson GÓ varð í fyrsta sæti, Arinbjörn Kúld GA og í þriðja sæti Fylkir Þór Guðmundson GÓ. Stefnt er að því að halda áfram með haustmótaröðina eins lengi og veður leyfir og vonandi getum við haldið mót alveg fram í desember sem yrði einsdæmi hjá klúbbnum.
Dagskrá fundarins:
Stelpurnar okkar voru rétt í þessu að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni stúlkna 15 ára og yngri. Þetta er ein stærsta stundin í sögu klúbbsins og vitnisburður um mikið og gott starf þjálfaranna Árna Sævars Jónssonar og Heiðars Davíðs Bragasonar og unglinganefndar.
Sveitin samanstendur af þeim Þórdísi Rögnvaldsdóttur, Ásdísi Dögg Guðmundsdóttur, Elísu Rún Gunnlaugsdóttur, Birtu Dís Jónsdóttur, Ólöfu Maríu Einarsdóttur og Magneu Helgu Guðmundsdóttur.
Glæsilegt, til hamingju!
Æfingar hjá börnum og unglingum hefjast mánudaginn 5. Júní og verða sem hér segir:
Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga:
Byrjendur 14:00-15:00 Blandaður flokkur 15:00-16:00 Stelpur (með forgjöf) 16:30-18:00 Strákar (með forgjöf) 17:30-19:00
Á miðvikudögum verður mót þar sem þeir sem hafa getu til spila til forgjafar. (nánar farið yfir með þjálfurum)
Þjálfarar verða þeir Árni Jónsson, PGA þjálfari (863-9619) og Heiðar Davíð Bragason, PGA þjálfaranemi (698-0327) og munu þeir sjá um að raða í hópa. Read more: Golfæfingar sumarið 2011
Símanúmer í golfskála
466-1204