Golfklúbburinn Hamar

img_3476.jpg
Home

Félagafundur - umræða

Ágætu golffélagar

Nú er ljóst að við munum spila golf á Arnarholtsvelli næstu árin. Því boðar stjórn GHD til umræðu og skoðanaskipta um næstu skref í uppbyggingu og endurnýjum á vellinum okkar.

Sunnudaginn 14. maí kl 11:00 ætlum við að hittast fram á velli, labba um hann og skrá hjá okkur það sem okkur finnst að þurfi að gera. Síðan munum við ræða forgangsröðun á þeim verkefnum sem upp koma.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Stjórn GHD

Dónald valinn í landslið karla 70+

donaldLandslið eldri kylfinga hafa verið valin og á GHD einn fulltrúa í þeim hópi. Dónald Jóhannesson er valinn í landslið karla 70+ og mun hann halda til Tékklands og keppa á Golf & sp Resort Cihelny dagana 16. - 21. júlí. Við óskum Dónald til hamingju með valið.

Amanda og Arnór valin í Talent Panel GSÍ

Golfsamband Íslands gaf í síðustu viku út afrekshópa fyrir árið 2017. Nokkrar breytingar voru gerðar á fyrirkomulaginu með tilkomu nýs afreksstjór og landsliðsþjálfara, Jussi Pitkanen. 60 kylfingar eru nú í fjórum afrekshópum. Efstur er Elite-hópur en þar eru 10 kylfingar sem flestir eru í háskólagolfinu og okkar fremstu áhugakylfingar. Næst kemur Talent-hópur en í honum eru kylfingar sem taldir eru eiga góðamöguleika á að komast í Elite-hópinn og ná langt í golfinu í náinni framtíð. Þriðji hópurinn er Prospect-hópurinn en þar eru efnilegir kylfingar sem hafa sýnt góðar framfarir og eru á góðri leið. Fjórði hópurinn er svo Emerging Talent-hópurinn en í honum eru ungir og efnilegir kylfingar auk kylfinga sem hugsanlega hafa byrjað seint í golfi en eru mjög lofandi. GHD á tvo fulltrúa í afrekshópunum en það eru þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Arnór Snær Guðmundsson en þau eru bæði valin í s.k. Talent Panel sem er næst efsta lag þessa nýja fjórskipta skipulags. Við óskum Amöndu og Arnóri til hamingju með valið.

Golfhermir

Tjaldið er komið upp aftur í herminn og því er hægt að fara að spila á fullu, nýtum okkur inniaðstöðuna

Golfhermirinn

Þar sem tjaldið í golfherminum er í viðgerð þá er ekki hægt að spila þar sem stendur. 

Látum vita hér þegar þetta er komið í lag aftur

Page 8 of 50

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine