Í dag fór fram undirritun afrekssamninga GHD við afrekskylfingana Arnór Snæ Guðmundsson og Amöndu Guðrúnu Bjarnadóttur. Með samningunum skuldbindur klúbburinn sig til að búa þeim góðar aðstæður til æfinga og til að þróast áfram sem kylfingar. Það er okkur sönn ánægja að styðja þessa frábæru kylfinga til frekari afreka. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar þau undirrituðu samningana með Marsibil formanni GHD.
Staða | Kylfingur | Forgjöf | Högg | Nettó |
1 | Siggi og Sonni | -1 | 64 | 65 |
2 | Father and son | 0 | 65 | 65 |
3 | Feðginin | 2 | 67 | 65 |
4 | Slátrarinn og kokkurinn | 0 | 69 | 69 |
5 | Lambið og nautið | 1 | 70 | 69 |
6 | Feðgarnir | 2 | 72 | 70 |
7 | Eyjapeyjar | 2 | 73 | 71 |
8 | Öldungarnir | 1 | 73 | 72 |
9 | WILLSON STAFF | 1 | 73 | 72 |
10 | Hjónakornin | 4 | 74 | 70 |
11 | Púllararnir | 5 | 76 | 71 |
12 | Nefndn | 7 | 78 | 71 |
13 | Félagar | 2 | 78 | 76 |
14 | Metta Tex | 4 | 79 | 75 |
15 | Liðið | 5 | 79 | 74 |
16 | Sigló skottur | 6 | 81 | 75 |
17 | Brottfluttar | 5 | 81 | 76 |
18 | Senjoríturnar | 6 | 82 | 76 |
19 | Hjörtur Sigurðsson | 5 | 82 | 77 |
20 | Gin og tonik mikið af klaka | 6 | 83 | 77 |
21 | Káralingar | 5 | 83 | 78 |
22 | 2 skrítnir. | 6 | 83 | 77 |
23 | Súpersoft | 3 | 84 | 81 |
24 | Tveir villtir | 5 | 85 | 80 |
25 | Austar garri | 5 | 88 | 83 |
26 | Team Braveheart | 6 | 90 | 84 |
27 | Mófells | 7 | 91 | 84 |
28 | Öryrkjabandalagið | 11 | 103 | 92 |
29 | Felgurnar | Mættu ekki | ||
30 | seniver í kók | Hættu leik |
Nándarverðlaun |
1. braut = Konráð Sigurðsson |
3. braut = Sigurður J Óskarsson |
7. braut = Amanda Guðrún Bjarnadóttir |
Um helgina fór fram fyrsta mót Íslandsbankamótaraðarinnar í ár og var leikið á Strandarvelli við Hellu. Veður gerði kylfingum erfitt fyrir alla dagana, sínu mest þó á lokadeginum en þá var sterkur vindur og töluverð rigningu á köflum.
GHD átti þrjá keppendur á mótinu. Amanda Guðrún sigraði í flokki stúlkna 17 -18 ára og Arnór Snær sigraði í flokki drengja 17 - 18 ára. Bæði sigruðu þau með eins höggs mun eftir harða keppni. Þá tók Veigar Heiðarsson þátt í sínu fyrsta móti á Íslandsbankamótaröðinni og stóð sig mjög vel. Hann lék í flokki 14 ára og yngri þó hann sé aðeins á ellefta ári. Við óskum kylfingunum okkar til hamingju með árangurinn. Byrjun sumarsins lofar svo sannarlega góðu.
Langar þig að prófa golf? Nú er tækifærið. Golfklúbburinn Hamar stendur fyrir 10 tíma byrjendanámskeiði í golfi þar sem farið verður yfir grunnatriði leiksins og þátttakendum hjálpað að stíga fyrstu skrefin út á golfvöllinn. Kennari er Heiðar Davíð Bragason PGA kennari og kennt verður á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal á eftirfarandi dögum:
29. - 30. og 31. maí kl. 20 - 21
5. - 6. og 7. júní kl. 20 - 21
26. og 27. júní kl. 20 – 21
3. og 4. júlí kl. 20-21
Þetta er frábært tækifæri fyrir hjón, vinahópa, saumaklúbba og einstaklinga til að gera eitthvað skemmtilegt saman því golf bíður upp á frábæra útivist, holla hreyfingu og frábæran félagskap. Námskeiðsgjaldið er aðeins 10.000 krónur og innifalið í því er 10 tíma kennsla og frítt spil á Arnarholtsvelli í allt sumar. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Heiðari Davíð í síma 698-0327. Allir í golf!
Golfklúbburinn Hamar
Símanúmer í golfskála
466-1204