Golfklúbburinn Hamar

img_3013.jpg
Home

Veisluþjónustumótið - úrslit

Staða Kylfingur Forgjöf Högg Nettó
1     Siggi og Sonni -1 64 65
2     Father and son  0 65 65
3     Feðginin 2 67 65
4     Slátrarinn og kokkurinn 0 69 69
5     Lambið og nautið 1 70 69
6     Feðgarnir 2 72 70
7     Eyjapeyjar 2 73 71
8     Öldungarnir 1 73 72
9     WILLSON STAFF 1 73 72
10     Hjónakornin 4 74 70
11     Púllararnir 5 76 71
12     Nefndn 7 78 71
13     Félagar 2 78 76
14     Metta Tex 4 79 75
15     Liðið 5 79 74
16     Sigló skottur 6 81 75
17     Brottfluttar 5 81 76
18     Senjoríturnar 6 82 76
19     Hjörtur Sigurðsson 5 82 77
20     Gin og tonik mikið af klaka 6 83 77
21     Káralingar 5 83 78
22     2 skrítnir. 6 83 77
23     Súpersoft 3 84 81
24     Tveir villtir 5 85 80
25     Austar garri 5 88 83
26     Team Braveheart 6 90 84
27     Mófells 7 91 84
28     Öryrkjabandalagið 11 103 92
29     Felgurnar Mættu ekki
30     seniver í kók Hættu leik 
Nándarverðlaun
1. braut = Konráð  Sigurðsson 
3. braut = Sigurður J Óskarsson 
7. braut = Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Frábær árangur á fyrsta móti Íslandsbankamótaraðarinnar

Um helgina fór fram fyrsta mót Íslandsbankamótaraðarinnar í ár og var leikið á Strandarvelli við Hellu. Veður gerði kylfingum erfitt fyrir alla dagana, sínu mest þó á lokadeginum en þá var sterkur vindur og töluverð rigningu á köflum. 

isl1-Amanda

GHD átti þrjá keppendur á mótinu. Amanda Guðrún sigraði í flokki stúlkna 17 -18 ára og Arnór Snær sigraði í flokki drengja 17 - 18 ára. Bæði sigruðu þau með eins höggs mun eftir harða keppni. Þá tók Veigar Heiðarsson þátt í sínu fyrsta móti á Íslandsbankamótaröðinni og stóð sig mjög vel. Hann lék í flokki 14 ára og yngri þó hann sé aðeins á ellefta ári. Við óskum kylfingunum okkar til hamingju með árangurinn. Byrjun sumarsins lofar svo sannarlega góðu.

 isl1-arnor

Byrjendanámskeið í golfi

Langar þig að prófa golf? Nú er tækifærið. Golfklúbburinn Hamar stendur fyrir 10 tíma byrjendanámskeiði í golfi þar sem farið verður yfir grunnatriði leiksins og þátttakendum hjálpað að stíga fyrstu skrefin út á golfvöllinn. Kennari er Heiðar Davíð Bragason PGA kennari og kennt verður á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal á eftirfarandi dögum:
29. - 30.  og 31. maí kl. 20 - 21
5. - 6. og 7. júní kl. 20 - 21
26. og 27. júní kl. 20 – 21
  3. og 4. júlí kl. 20-21
Þetta er frábært tækifæri fyrir hjón, vinahópa, saumaklúbba og einstaklinga til að gera eitthvað skemmtilegt saman því golf bíður upp á frábæra útivist, holla hreyfingu og frábæran félagskap. Námskeiðsgjaldið er aðeins 10.000 krónur og innifalið í því er 10 tíma kennsla og frítt spil á Arnarholtsvelli í allt sumar. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Heiðari Davíð í síma 698-0327. Allir í golf!
Golfklúbburinn Hamar

Góð mæting á félagsfund um vallarmál

vallarskodunGóð mæting var á almennan félagsfund sem haldinn var sunnudaginn 15. maí um vallarmál á Arnarholtsvelli. Stjórn klúbbsins og vallarnefnd hafa áhuga á því að hrinda af stað ýmsum úrbótum á vellinum en hann hefur kannski ekki fengið þá athygli sem hann hefur þurft síðustu árin auk þess sem náttúran hefur verið okkur erfið hvað ástand vallarins varðar. Því var ákveðið að boða til almenns félagsfundar og rötla um völlinn til að gefa félögum kost á að koma með hugmyndir og hafa skoðun á því hvað væri mest aðkallandi að gera á vellinum. 17 manns mættu til fundarins og komu fjölmargar góðar hugmyndir fram og sköpuðust líflegar umræður um framtíð vallarins. Það er ljóst eftir að hugmyndir okkar um færslu vallarins voru felldar í íbúakosningu að við þurfum að fara að hugsa til framtíðar á Arnarholtinu og þar eru verkefnin mörg, stór og fjárfrek. Niðurstaða fundarins var sú að fara yrði í nokkur minni verkefni strax nú í sumar en jafnframt að leitað yrði til golfvallahönnuðar og annarra sérfræðinga um að gera úttekt á vellinum og móta tillögur að framkvæmdaáætlun um alsherjar endurbætur á vellinum.

Félagafundur - umræða

Ágætu golffélagar

Nú er ljóst að við munum spila golf á Arnarholtsvelli næstu árin. Því boðar stjórn GHD til umræðu og skoðanaskipta um næstu skref í uppbyggingu og endurnýjum á vellinum okkar.

Sunnudaginn 14. maí kl 11:00 ætlum við að hittast fram á velli, labba um hann og skrá hjá okkur það sem okkur finnst að þurfi að gera. Síðan munum við ræða forgangsröðun á þeim verkefnum sem upp koma.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Stjórn GHD

Page 8 of 51

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine