Golfklúbburinn Hamar

img_3013.jpg
Home

Byrjendanámskeið í golfi

Langar þig að prófa golf? Nú er tækifærið. Golfklúbburinn Hamar stendur fyrir 10 tíma byrjendanámskeiði í golfi þar sem farið verður yfir grunnatriði leiksins og þátttakendum hjálpað að stíga fyrstu skrefin út á golfvöllinn. Kennari er Heiðar Davíð Bragason PGA kennari og kennt verður á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal á eftirfarandi dögum:
29. - 30.  og 31. maí kl. 20 - 21
5. - 6. og 7. júní kl. 20 - 21
26. og 27. júní kl. 20 – 21
  3. og 4. júlí kl. 20-21
Þetta er frábært tækifæri fyrir hjón, vinahópa, saumaklúbba og einstaklinga til að gera eitthvað skemmtilegt saman því golf bíður upp á frábæra útivist, holla hreyfingu og frábæran félagskap. Námskeiðsgjaldið er aðeins 10.000 krónur og innifalið í því er 10 tíma kennsla og frítt spil á Arnarholtsvelli í allt sumar. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Heiðari Davíð í síma 698-0327. Allir í golf!
Golfklúbburinn Hamar

Góð mæting á félagsfund um vallarmál

vallarskodunGóð mæting var á almennan félagsfund sem haldinn var sunnudaginn 15. maí um vallarmál á Arnarholtsvelli. Stjórn klúbbsins og vallarnefnd hafa áhuga á því að hrinda af stað ýmsum úrbótum á vellinum en hann hefur kannski ekki fengið þá athygli sem hann hefur þurft síðustu árin auk þess sem náttúran hefur verið okkur erfið hvað ástand vallarins varðar. Því var ákveðið að boða til almenns félagsfundar og rötla um völlinn til að gefa félögum kost á að koma með hugmyndir og hafa skoðun á því hvað væri mest aðkallandi að gera á vellinum. 17 manns mættu til fundarins og komu fjölmargar góðar hugmyndir fram og sköpuðust líflegar umræður um framtíð vallarins. Það er ljóst eftir að hugmyndir okkar um færslu vallarins voru felldar í íbúakosningu að við þurfum að fara að hugsa til framtíðar á Arnarholtinu og þar eru verkefnin mörg, stór og fjárfrek. Niðurstaða fundarins var sú að fara yrði í nokkur minni verkefni strax nú í sumar en jafnframt að leitað yrði til golfvallahönnuðar og annarra sérfræðinga um að gera úttekt á vellinum og móta tillögur að framkvæmdaáætlun um alsherjar endurbætur á vellinum.

Félagafundur - umræða

Ágætu golffélagar

Nú er ljóst að við munum spila golf á Arnarholtsvelli næstu árin. Því boðar stjórn GHD til umræðu og skoðanaskipta um næstu skref í uppbyggingu og endurnýjum á vellinum okkar.

Sunnudaginn 14. maí kl 11:00 ætlum við að hittast fram á velli, labba um hann og skrá hjá okkur það sem okkur finnst að þurfi að gera. Síðan munum við ræða forgangsröðun á þeim verkefnum sem upp koma.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Stjórn GHD

Dónald valinn í landslið karla 70+

donaldLandslið eldri kylfinga hafa verið valin og á GHD einn fulltrúa í þeim hópi. Dónald Jóhannesson er valinn í landslið karla 70+ og mun hann halda til Tékklands og keppa á Golf & sp Resort Cihelny dagana 16. - 21. júlí. Við óskum Dónald til hamingju með valið.

Amanda og Arnór valin í Talent Panel GSÍ

Golfsamband Íslands gaf í síðustu viku út afrekshópa fyrir árið 2017. Nokkrar breytingar voru gerðar á fyrirkomulaginu með tilkomu nýs afreksstjór og landsliðsþjálfara, Jussi Pitkanen. 60 kylfingar eru nú í fjórum afrekshópum. Efstur er Elite-hópur en þar eru 10 kylfingar sem flestir eru í háskólagolfinu og okkar fremstu áhugakylfingar. Næst kemur Talent-hópur en í honum eru kylfingar sem taldir eru eiga góðamöguleika á að komast í Elite-hópinn og ná langt í golfinu í náinni framtíð. Þriðji hópurinn er Prospect-hópurinn en þar eru efnilegir kylfingar sem hafa sýnt góðar framfarir og eru á góðri leið. Fjórði hópurinn er svo Emerging Talent-hópurinn en í honum eru ungir og efnilegir kylfingar auk kylfinga sem hugsanlega hafa byrjað seint í golfi en eru mjög lofandi. GHD á tvo fulltrúa í afrekshópunum en það eru þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Arnór Snær Guðmundsson en þau eru bæði valin í s.k. Talent Panel sem er næst efsta lag þessa nýja fjórskipta skipulags. Við óskum Amöndu og Arnóri til hamingju með valið.

Page 8 of 51

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine