Golfklúbburinn Hamar

img_3097.jpg
Home

Arnór Snær íþróttamaður UMSE 2016

20170119 190100Fimmtudaginn 19. janúar var kjöri íþróttamanns UMSE líst í Hliðarbæ. Ellefu íþróttamenn voru tilnefndir að þessu sinni, í þeim hópi Arnór Snær og Amanda Guðrún kylfingar úr GHD. Að þessu sinni var það kylfingurinn Arnór Snær sem varð fyrir valinu enda átti hann gott ár á golfvellinum 2016. Hann náði m.a. þeim frábæra árangri að lenda í öðru sæti á móti á Eimskipsmótaröðinni sem verður að teljast mjög góður árangur. Við óskum Arnóri og Amöndi til hamingju með tilnefningarnar og Arnóri til hamingju með nafnbótina íþróttmaður UMSE 2016. Þau eru svo sannarlega frábærir fulltrúar klúbbsins.

 

20170119 190229

Opið hús

Opið hús – Prófið golfið

Golfklúbburinn Hamar verður með opið hús sunnudaginn 22. janúar næst komandi,  kl 11:00-15:00. Íbúar Dalvíkurbyggðar eru boðnir velkomnir til að kynna sér aðstöðu klúbbsins í  „Gamla íþróttahúsinu“.  Leiðbeinendur og kylfur á staðnum.

Kaffi og vöfflur í boði

Golfklúbburinn Hamar

Arnór Snær íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2016

ithrottamadur-dalvikurbyggdar-2016

Í dag, fimmtudaginn 5. janúar, var kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar líst í menningarhúsinu Bergi. Hlutskarpastur í kjörinu varð okkar maður Arnór Snær Guðmundsson. Við óskum Arnóri og fjölskyldu innilega til hamingju með þetta, hann er vel að titlinum kominn. Þetta er einn einn vitnisburðurinn um það frábæra starfs sem unnið er hjá golfklúbbnum.

Við sama tækifæri hlaut golkúbburinn Hamar 200.000 króna styrk frá íþrótta- og æskulýðsráði vegna kostaðar við æfingaferð afrekskylfinga til Spánar síðasta vor. Þökkum við ráðinu kærlega fyrir þann stuðning.

Nýársmót í herminum - Pinehurst Open

pinehurstopen

Amanda og Arnór kylfingar ársins hjá GHD

AmandaogArnorÁ lokahófi eftir Jólamót GHD voru þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Arnór Snær Guðmundsson krýnd golfkona og golfkarl ársins hjá Golfklúbbnum Hamri. Þau náðu bæði frábærum árangri í golfinu á árinu og eru svo sannarlega vel að þessum nafnbótum komin. Þau urðu bæði klúbbmeistarar GHD á árinu. Auk þess varð Amanda Íslandsmeistari í höggleik í sínum flokki, hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í holukeppni og varð stigameistari í sínum flokki á Íslandsbankamótaröðinni. Arnór hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í holukeppni og 3. sæti í Íslandsmótinu í höggleik í sínum flokki á Íslandsbankamótaröðinni. Þá kom hann sterkur inn á Eimskipsmótaröðina en þar endaði hann jafn í örðu sæti á einu móti og jafn í 8. sæti á öðru móti. Þá lék hann í sveit Íslands á Evrópumóti piltalandsliða sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild Evrópukeppninnar. Þess má einnig geta að bæði eru þau frábærar fyrirmyndir annarra kylfinga, dugleg og samviskusöm við æfingar og klúbbnum sínum til sóma hvar sem þau koma. Við óskum þeim innilega til hamingju með að vera valin kylfingar ársins.

Page 9 of 50

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine