Golfklúbburinn Hamar

img_3115.jpg
Home

Nýársmót í herminum - Pinehurst Open

pinehurstopen

Amanda og Arnór kylfingar ársins hjá GHD

AmandaogArnorÁ lokahófi eftir Jólamót GHD voru þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Arnór Snær Guðmundsson krýnd golfkona og golfkarl ársins hjá Golfklúbbnum Hamri. Þau náðu bæði frábærum árangri í golfinu á árinu og eru svo sannarlega vel að þessum nafnbótum komin. Þau urðu bæði klúbbmeistarar GHD á árinu. Auk þess varð Amanda Íslandsmeistari í höggleik í sínum flokki, hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í holukeppni og varð stigameistari í sínum flokki á Íslandsbankamótaröðinni. Arnór hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í holukeppni og 3. sæti í Íslandsmótinu í höggleik í sínum flokki á Íslandsbankamótaröðinni. Þá kom hann sterkur inn á Eimskipsmótaröðina en þar endaði hann jafn í örðu sæti á einu móti og jafn í 8. sæti á öðru móti. Þá lék hann í sveit Íslands á Evrópumóti piltalandsliða sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild Evrópukeppninnar. Þess má einnig geta að bæði eru þau frábærar fyrirmyndir annarra kylfinga, dugleg og samviskusöm við æfingar og klúbbnum sínum til sóma hvar sem þau koma. Við óskum þeim innilega til hamingju með að vera valin kylfingar ársins.

Spilað á Arnarholtsvelli 18. desember

jolamot-hopmynd

Það er ekki á oft sem hægt er að spila inn a sumarflatir í desember á norðurlandi. Sá fáheyrði viðburður átti sér stað í dag þegar 35 kylfingar tóku þátt í Jólamóti GHD á Arnaholtsvelli í Svarfaðardal. Svolítið blés á kylfingana en þeir létu það ekkert á sig fá og áttu góðan dag á vellinum. Að leik loknu var tekið á móti fólkinu með rjúkandi heitu súkkulaði og piparkökum í skálanum.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

1. Veigar Heiðarsson

2. Sigurður Sölvason

3. Ómar Pétursson

4. Fylkir Þór Guðmundsson

5. Arnór Snær Guðmundsson

Jólamót GHD á Arnarholtsvelli

jolamot

Aðalfundarboð

Aðalfundur GHD verður sunnudaginn 20. nóvember 2016. kl. 17.00 í Víkurröst (inniaðstöðu)

Dagskrá:
1.Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu
starfsári
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
3. Umræður og atkvæðagreiðsla
4. Kosning stjórnar
5. Kosning tveggja endurskoðenda og eins varamanns
6. Önnur mál

Page 10 of 51

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine