Golfklúbburinn Hamar

img_3115.jpg
Home

Kvennamót

raesir kvennamot2016

kvennam2016

Kvennamót GHD var haldið í dag 20. ágúst og vorum við mjög heppnar með veður og höfðum þennan líka flotta ræsi með okkur í allan dag, ekki skemmdi það daginn

Keppt var í tveim flokkum og eru úrslitin hér:

Flokkur 28,1 +

1. Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir 38 punktar

2. Guðrún Katrín Konráðsdóttir 27 punktar

3. Ásdís Jónsdóttir                    24 punktar

Flokkur 0-28

1. Indíana Auður Ólafsdóttir 37 punktar

2. Marsibil Sigurðardóttir      35 punktar

3. Bryndís Björnsdóttir          33 punktar

Næst holu

1. braut – Telma Ösp Einarsdóttir

3. braut – Bryndís Björnsdóttir

7. braut – Hildur Heba Einarsdóttir

Lengsta drive 28,1 +

Hlín Torfadóttir

Lengsta drive 0-28

Telma Ösp Einarsdóttir

  

Íslandsmót golfklúbba, eldri kylfinga

Fimm konur fóru á Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga sem haldið var í Öndvderðarnesi 12-14 ágúst, 

Við skvísurnar í GHD spiluðum í Íslandsmóti golfklúbba eldri kylfinga, enduðum í 6.sæti en samt hressar, reynslunni ríkari og stefnum á að fara aftur að ári.Islandsmot-golfklubba216

Amanda sigraði á 4. mótinu í Íslandsbankamótaröðinni

Amanda strandavelli

Fjórða mót ársins á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram um helgina á Strandavelli á Hellu. Frábær árangur náðist í mörgum flokkum og var að venju leikið í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum.

Annað mótið í röð stóð Amanda Guðrún Bjarnadóttir Golfklúbbnum Hamri uppi sem sigurvegari í flokki 15-16 ára en hún sýndi mikla yfirburði í mótinu á Hellu um helgina þegar hún sigraði með 10 högga mun. Amanda lék hringina tvo samtals á 16 höggum yfir pari. Alma Rún Ragnarsdóttir endaði í öðru sæti en hún lék höggi betur en Ragna Kristín Guðbrandsdóttir úr Nesklúbbnum.

Með þessum sigri náði Amanda efsta sæti stigalistans á Íslandsbankamótaröðinni en enn á eftir að leika á tveimur  mótum í mótaröðinni í sumar.

Til hamingju Amanda.

Amanda Guðrún Íslandsmeistari

Arnór, Amanda og Snædís

Arnór, Amanda og Snædís með verðlaunagripina

Það var mikið um að vera hjá yngri kylfingum okkar um helgina. Íslandsmótið í höggleik fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG.  Arnór Snær Guðmundsson, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr GHD  tóku þátt og stóðu sig frábærlega. Amanda varð Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára stúlkna og Snædís var þriðja í sama flokki. Arnór varð í þriðja sæti í flokki 17-18 ára drengja.

Fjórir strákar úr GHD kepptu á Áskorendamótaröðinni í Hveragerði sem leikin var á laugardag og sunnudag. Í flokki fjórtán ára og yngri hafnaði Þorsteinn Örn Friðriksson í sjötta sæti, Daði Hrannar Jónsson í sjöunda sæti og Birnir Kristjánsson í níunda sæti. Veigar Heiðarsson keppti í flokki tíu ára og yngri og hafnaði í öðru sæti. Glæsilega gert hjá þessum efnilegu strákum.

Þá tók Donald Jóhannesson þá í Íslandsmóti eldri kylfinga sem fram fór  á Akranesi og stóð sig með prýði eins og ungmennin okkar en hann varð í 5. sæti í höggleik með forgjöf í flokki karla 65 ára og eldri.

Golfklúbburinn Hamar óskar öllum þessum kylfingum til hamingju með árangurinn.

Meistaramót barna og unglinga

20160713 103915_resized

Í vikunni fór fram Meistaramót GHD í flokkum barna og unglinga.  Rúmlega tuttugu krakkar tóku þátt í mótinu en þessir krakkar æfa undir leiðsögn Heiðars Davíð Bragasonar. Miklar framfarir hafa orðið hjá þessum krökkum en flest æfa þau líka golf yfir vetrartímann í inniaðstöðu GHD í Víkurröst.

Meistarar í byrjendaflokki urðu Magnea Ósk Bjarnadóttir og Hafsteinn Thor Guðmundsson en svo skemmtilega vill til að stóru systkin þeirra urðu klúbbmeistarar GHD um s.l. helgi.  Í flokki 10 ára og yngri sigraði Veigar Heiðarsson og í flokki 15 ára og yngri Daði Hrannar Jónsson.

 magneaoghafsteinn2 veigarogdadi 

Page 10 of 48

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine