Fjórða mót ársins á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram um helgina á Strandavelli á Hellu. Frábær árangur náðist í mörgum flokkum og var að venju leikið í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum.
Annað mótið í röð stóð Amanda Guðrún Bjarnadóttir Golfklúbbnum Hamri uppi sem sigurvegari í flokki 15-16 ára en hún sýndi mikla yfirburði í mótinu á Hellu um helgina þegar hún sigraði með 10 högga mun. Amanda lék hringina tvo samtals á 16 höggum yfir pari. Alma Rún Ragnarsdóttir endaði í öðru sæti en hún lék höggi betur en Ragna Kristín Guðbrandsdóttir úr Nesklúbbnum.
Með þessum sigri náði Amanda efsta sæti stigalistans á Íslandsbankamótaröðinni en enn á eftir að leika á tveimur mótum í mótaröðinni í sumar.
Til hamingju Amanda.
Arnór, Amanda og Snædís með verðlaunagripina
Það var mikið um að vera hjá yngri kylfingum okkar um helgina. Íslandsmótið í höggleik fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG. Arnór Snær Guðmundsson, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr GHD tóku þátt og stóðu sig frábærlega. Amanda varð Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára stúlkna og Snædís var þriðja í sama flokki. Arnór varð í þriðja sæti í flokki 17-18 ára drengja.
Fjórir strákar úr GHD kepptu á Áskorendamótaröðinni í Hveragerði sem leikin var á laugardag og sunnudag. Í flokki fjórtán ára og yngri hafnaði Þorsteinn Örn Friðriksson í sjötta sæti, Daði Hrannar Jónsson í sjöunda sæti og Birnir Kristjánsson í níunda sæti. Veigar Heiðarsson keppti í flokki tíu ára og yngri og hafnaði í öðru sæti. Glæsilega gert hjá þessum efnilegu strákum.
Þá tók Donald Jóhannesson þá í Íslandsmóti eldri kylfinga sem fram fór á Akranesi og stóð sig með prýði eins og ungmennin okkar en hann varð í 5. sæti í höggleik með forgjöf í flokki karla 65 ára og eldri.
Golfklúbburinn Hamar óskar öllum þessum kylfingum til hamingju með árangurinn.
Í vikunni fór fram Meistaramót GHD í flokkum barna og unglinga. Rúmlega tuttugu krakkar tóku þátt í mótinu en þessir krakkar æfa undir leiðsögn Heiðars Davíð Bragasonar. Miklar framfarir hafa orðið hjá þessum krökkum en flest æfa þau líka golf yfir vetrartímann í inniaðstöðu GHD í Víkurröst.
Meistarar í byrjendaflokki urðu Magnea Ósk Bjarnadóttir og Hafsteinn Thor Guðmundsson en svo skemmtilega vill til að stóru systkin þeirra urðu klúbbmeistarar GHD um s.l. helgi. Í flokki 10 ára og yngri sigraði Veigar Heiðarsson og í flokki 15 ára og yngri Daði Hrannar Jónsson.
![]() |
![]() |
Meistaramóti GHD lauk á laugardaginn eftir fjóra stórgóða golfdaga í frábæru veðri. Leikið var í þremur flokkum hjá körlum og tveimur hjá konum. Þegar upp var staðið varð Amanda Guðrún Bjarnadóttir klúbbmeistari kvenna og Arnór Snær Guðmundsson klúbbmeistari karla. Í fyrstaflokki kvenna sigraði Marsibil Sigurðardóttir og Sigurður Jörgen Óskarsson hjá körlunum. Hákon Viðar SIgmundsson varð svo hlutskarpastu í öðrum flokki karla en þar var leikin punktakeppni. Við óskum klúbbmeisturunum og öðrum sigurvegurum til hamingju.
Marsibil Sigurðardóttir formaður GHD með Snædísi, Amöndu og Arnóri.
Við upphaf Meistaramóts GHD í dag voru undirritaðir samningar milli Golfklúbbsins og þriggja ungra og efnilegra kylfinga í félaginu. Arnór Snær Guðmundsson fékk afrekskylfings samning við félagið og þær Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir undirrituðu styrktarsamning. Með þessum samningum styrkir GHD krakkana til æfinga og keppni og á móti skuldbinda þau sig til að leggja sig fram á æfingum og vera fyrirmynd fyrir aðra félaga í GHD innan vallar sem utan.
Golfklúbburinn Hamar hefur lagt mikinn metnað í barna- og unglingastarf undanfarin ár og er það stefna klúbbsins að gera vel við þá einstaklinga sem ná framúrskarandi árangri. Þessir þrír einstaklingar sem undrrituðu samninga í dag standa mjög framarlega í sínum flokkum á landsvísu. Margir yngri meðlimir GHD hafa einnig sýnt góðan árangur í sumar þannig að framtíðin er björt hjá klúbbnum.
Símanúmer í golfskála
466-1204