Golfklúbburinn Hamar

img_6023.jpg
Home

Spilað á Arnarholtsvelli 18. desember

jolamot-hopmynd

Það er ekki á oft sem hægt er að spila inn a sumarflatir í desember á norðurlandi. Sá fáheyrði viðburður átti sér stað í dag þegar 35 kylfingar tóku þátt í Jólamóti GHD á Arnaholtsvelli í Svarfaðardal. Svolítið blés á kylfingana en þeir létu það ekkert á sig fá og áttu góðan dag á vellinum. Að leik loknu var tekið á móti fólkinu með rjúkandi heitu súkkulaði og piparkökum í skálanum.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

1. Veigar Heiðarsson

2. Sigurður Sölvason

3. Ómar Pétursson

4. Fylkir Þór Guðmundsson

5. Arnór Snær Guðmundsson

Jólamót GHD á Arnarholtsvelli

jolamot

Aðalfundarboð

Aðalfundur GHD verður sunnudaginn 20. nóvember 2016. kl. 17.00 í Víkurröst (inniaðstöðu)

Dagskrá:
1.Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu
starfsári
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
3. Umræður og atkvæðagreiðsla
4. Kosning stjórnar
5. Kosning tveggja endurskoðenda og eins varamanns
6. Önnur mál

Myndband frá kynningarfundi

Firmakeppni GHD

firmak2firmak1

Einar Hjörleifsson og Hjörleifur Einarsson frá EB taka við bikarnum og til vinstri er Sigurður Sveinn Alfreðsson

Nú á haustdögunum fór fram firmamót GHD á Arnarholtsvelli. Stuðningur fyrirtækja er ómetanlegur fyrir starfsemi golfklúbbsins og það fé sem safnast af Firmakeppni GHD rennur allt í barna- og unglingastarf félagsins sem er eins og margir vita í miklum blóma. Þau fyrirtæki sem tóku þátt að þessu sinni eru:

Samherji, Íslandsbanki, Salka fiskmiðlun, VÍS, Veitingastaðurinn Við höfnina, Hárverkstæðið, Steypustöð Dalvíkur, Dalvíkurbyggð, Katla, TM, Sjóvá, Vélvirki, Skíðasport, Víking Heliskiing, Tréverk, Fiskmarkaður Norðurlands, EB, BHS, Bruggsmiðjan, Artic Seatours, Ævar og Bóas, Samskip, Rarik, Eimskip, KPMG, Kælismiðjan Frost, Sæplast, Sjúkraþjálfun Dalvíkur, Landsbankinn, Dalverk, Olís, Sportvík, Bergmenn, Samleið, Marúlfur og Tengir.

Golfklúbburinn Hamar þakkar þessum aðilum kærlega fyrir stuðninginn.

Sigurvegari í mótinu var EB og leikmaður var Sigurður Sveinn Alfreðsson, í öðru sæti var Viking Heliskiing leikmaður var Sæmundur Hrafn Andersen og í þriðja sæti Tréverk og leikmaður var Hákon Viðar Sigmundsson.

Page 10 of 50

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine