Golfklúbburinn Hamar

img_3097.jpg
Home

Arnór Snær valinn í U18 ára landsliðið fyrir EM

arnorsnaergudmundsson2016
Arnór Snær Guðmundsson, GHD.

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið sex leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti U18 ára pilta. Mótið fram fer í Prag í Tékklandi dagana 14.17. september n.k. Keppt verður á Golf Mladá Boleslav vellinum sem er rétt fyrir utan höfuðborgina Prag. Okkar maður, Arnór Snær Guðmundsson, var valinn til að leika fyrir Íslands hönd enda einn af allra efnilegustu kylfingum landsins, Til hamingju Arnór!

Liðið er þannig skipað:

Arnór Snær Guðmundsson, GHD
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG
Hákon Örn Magnússon, GR
Henning Darri Þórðarson, GK
Hlynur Bergsson, GKG
Kristján Benedikt Sveinsson, GA

Kvennamót

raesir kvennamot2016

kvennam2016

Kvennamót GHD var haldið í dag 20. ágúst og vorum við mjög heppnar með veður og höfðum þennan líka flotta ræsi með okkur í allan dag, ekki skemmdi það daginn

Keppt var í tveim flokkum og eru úrslitin hér:

Flokkur 28,1 +

1. Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir 38 punktar

2. Guðrún Katrín Konráðsdóttir 27 punktar

3. Ásdís Jónsdóttir                    24 punktar

Flokkur 0-28

1. Indíana Auður Ólafsdóttir 37 punktar

2. Marsibil Sigurðardóttir      35 punktar

3. Bryndís Björnsdóttir          33 punktar

Næst holu

1. braut – Telma Ösp Einarsdóttir

3. braut – Bryndís Björnsdóttir

7. braut – Hildur Heba Einarsdóttir

Lengsta drive 28,1 +

Hlín Torfadóttir

Lengsta drive 0-28

Telma Ösp Einarsdóttir

  

Íslandsmót golfklúbba, eldri kylfinga

Fimm konur fóru á Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga sem haldið var í Öndvderðarnesi 12-14 ágúst, 

Við skvísurnar í GHD spiluðum í Íslandsmóti golfklúbba eldri kylfinga, enduðum í 6.sæti en samt hressar, reynslunni ríkari og stefnum á að fara aftur að ári.Islandsmot-golfklubba216

Amanda sigraði á 4. mótinu í Íslandsbankamótaröðinni

Amanda strandavelli

Fjórða mót ársins á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram um helgina á Strandavelli á Hellu. Frábær árangur náðist í mörgum flokkum og var að venju leikið í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum.

Annað mótið í röð stóð Amanda Guðrún Bjarnadóttir Golfklúbbnum Hamri uppi sem sigurvegari í flokki 15-16 ára en hún sýndi mikla yfirburði í mótinu á Hellu um helgina þegar hún sigraði með 10 högga mun. Amanda lék hringina tvo samtals á 16 höggum yfir pari. Alma Rún Ragnarsdóttir endaði í öðru sæti en hún lék höggi betur en Ragna Kristín Guðbrandsdóttir úr Nesklúbbnum.

Með þessum sigri náði Amanda efsta sæti stigalistans á Íslandsbankamótaröðinni en enn á eftir að leika á tveimur  mótum í mótaröðinni í sumar.

Til hamingju Amanda.

Amanda Guðrún Íslandsmeistari

Arnór, Amanda og Snædís

Arnór, Amanda og Snædís með verðlaunagripina

Það var mikið um að vera hjá yngri kylfingum okkar um helgina. Íslandsmótið í höggleik fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG.  Arnór Snær Guðmundsson, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr GHD  tóku þátt og stóðu sig frábærlega. Amanda varð Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára stúlkna og Snædís var þriðja í sama flokki. Arnór varð í þriðja sæti í flokki 17-18 ára drengja.

Fjórir strákar úr GHD kepptu á Áskorendamótaröðinni í Hveragerði sem leikin var á laugardag og sunnudag. Í flokki fjórtán ára og yngri hafnaði Þorsteinn Örn Friðriksson í sjötta sæti, Daði Hrannar Jónsson í sjöunda sæti og Birnir Kristjánsson í níunda sæti. Veigar Heiðarsson keppti í flokki tíu ára og yngri og hafnaði í öðru sæti. Glæsilega gert hjá þessum efnilegu strákum.

Þá tók Donald Jóhannesson þá í Íslandsmóti eldri kylfinga sem fram fór  á Akranesi og stóð sig með prýði eins og ungmennin okkar en hann varð í 5. sæti í höggleik með forgjöf í flokki karla 65 ára og eldri.

Golfklúbburinn Hamar óskar öllum þessum kylfingum til hamingju með árangurinn.

Page 10 of 48

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine