Golfklúbburinn Hamar

img_3089.jpg
Home

Meistaramót barna og unglinga

20160713 103915_resized

Í vikunni fór fram Meistaramót GHD í flokkum barna og unglinga.  Rúmlega tuttugu krakkar tóku þátt í mótinu en þessir krakkar æfa undir leiðsögn Heiðars Davíð Bragasonar. Miklar framfarir hafa orðið hjá þessum krökkum en flest æfa þau líka golf yfir vetrartímann í inniaðstöðu GHD í Víkurröst.

Meistarar í byrjendaflokki urðu Magnea Ósk Bjarnadóttir og Hafsteinn Thor Guðmundsson en svo skemmtilega vill til að stóru systkin þeirra urðu klúbbmeistarar GHD um s.l. helgi.  Í flokki 10 ára og yngri sigraði Veigar Heiðarsson og í flokki 15 ára og yngri Daði Hrannar Jónsson.

 magneaoghafsteinn2 veigarogdadi 

Amanda og Arnór klúbbmeistarar

20160709 165153

Meistaramóti GHD lauk á laugardaginn eftir fjóra stórgóða golfdaga í frábæru veðri. Leikið var í þremur flokkum hjá körlum og tveimur hjá konum. Þegar upp var staðið varð Amanda Guðrún Bjarnadóttir klúbbmeistari kvenna og Arnór Snær Guðmundsson klúbbmeistari karla. Í fyrstaflokki kvenna sigraði Marsibil Sigurðardóttir og Sigurður Jörgen Óskarsson hjá körlunum. Hákon Viðar SIgmundsson varð svo hlutskarpastu í öðrum flokki karla en þar var leikin punktakeppni. Við óskum klúbbmeisturunum og öðrum sigurvegurum til hamingju.

20160709 165053

Efnilegir kylfingar

styrktarsamningar

Marsibil Sigurðardóttir formaður GHD með Snædísi, Amöndu og Arnóri.

Við upphaf Meistaramóts GHD í dag  voru undirritaðir samningar milli Golfklúbbsins  og þriggja ungra og efnilegra kylfinga í félaginu.  Arnór Snær Guðmundsson fékk afrekskylfings samning við félagið og þær Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir undirrituðu styrktarsamning. Með þessum samningum styrkir GHD krakkana til æfinga og keppni og á móti skuldbinda þau sig til að leggja sig fram á æfingum og vera fyrirmynd fyrir aðra félaga í GHD innan vallar sem utan.

Golfklúbburinn Hamar hefur lagt mikinn metnað í barna- og unglingastarf undanfarin ár og er það stefna klúbbsins að gera vel við þá einstaklinga sem ná framúrskarandi  árangri. Þessir þrír einstaklingar sem undrrituðu samninga í dag standa mjög framarlega í sínum flokkum á landsvísu. Margir yngri meðlimir GHD hafa einnig sýnt góðan árangur í sumar þannig að framtíðin er björt hjá klúbbnum.

Meistaramót GHD

Arnór Snær og Ólöf María GHD meistarar 2015 

 

Meistaramót GHD hefst  miðvikudaginn 6. júlí og við viljum hvetja sem flesta félaga til að taka þátt í mótinu. Þeir sem hafa ekki tök á að spila alla dagana ættu endilega að skrá sig í forgjafarmótið sem er spilað samhliða Meistaramótinu á föstudag og laugardag. Allir sem skráðir eru í Meistaramótið eru sjálfkrafa þátttakendur í forgjafarmótinu.

Aðal-styrktaraðili Meistaramóts GHD er Sjóvá.

Nánari upplýsingar veitir Ómar Pétursson í síma 864 6652

Rástímaskráning

Núna er hægt að skrá sig á rástíma hjá GHD

sjá nánar á golf.is undir rástímar

Page 13 of 50

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine