Aðalfundur Golfklúbbsins Hamars fer fram í inniaðstöðunni í Víkurröst fimmtudaginn 23. nóvember klukkan 17. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa eru beðnir um að setja sig í samband við Gísla Bjarnason eða Val Júlíusson sem skipa uppstillingarnefnd klúbbsins.
Dagskrá aðalfundar:
1) Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
2) Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
3) Umræður og atkvæðagreiðsla um árgjald samkv. 4. gr.
4) Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
5) Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara.
6) Lagabreytingar
7) Önnur mál.
Bjarni Jóhann Valdimarsson
Formaður GHD