Í vetur hafa smiðirnir okkar verið að taka eldhúsið í gegn. Keyptur var afgreiðlsukælir, öflug uppþvottavél og nýr bakaraofn. Auk þess verða settar skúffur í skápana svo auðveldara verði að ganga um þá og nálgast þar sem í þeim er.
Í lok síðasta sumars pantaði klúbburinn Tru Turf valtara en vegna ástandins í heiminum tafðist afhending á honum. Hann kom til okkar núna í byrjun maí. Það er óhætt að segja að vallarstarfsmennina klæji í fingurna að prófa nýju græjuna og ættu klúbbfélagar að og aðrir sem spila völlinn okkar í sumar að finn mun á flötunum nú þegar hægt verður að valta þær reglulega.
Aðalfundur GHD verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2021 kl. 17 í inniaðstöðunni í Víkurröst
Dagskrá fundar
1) Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
2) Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
3) Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur til lagabreytinga samkv. 8. gr. laga
4) Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
5) Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara.
6) Önnur mál.